„Mér finnst svo ótrúlega spennandi að skoða fíkn, rýna í hana,“ segir Eva Rún. „Við erum öll alltaf að spyrja okkur: Hvað gerist þegar manneskja fer frá litlum börnum til þess að fara á ógeðslegan bar og láta einhvern vökva ofan í sig? En þetta gerist. Og við erum vonandi aðeins að fara frá dómnum og átta okkur á því að þetta er ekki ákvörðun,“ heldur hún áfram ögn brosmild og spyr síðan: „Hvað er ákvörðun?“
Þegar hvorug okkar svarar því segir hún: „Við erum svo margslungin og þetta er ýkt dæmi. En atferlið er samt reglulegt stef í fíkn. En mér finnst spennandi að skoða birtingarmyndir fíknar í alls konar myndum, stórum jafnt sem smáum.“
Aðalpersóna bókarinnar er haldin ástarfíkn sem birtist í þráhyggju gagnvart eldri konum. Hún er fíkin í eitruð tengsl við eldri konur. Er það fyrirbæri í sjálfu …
Athugasemdir