Norðvesturkjördæmi
Sex flokkar skipta með sér þingsætum í Norðvesturkjördæmi miðað við síðustu keyrslu þingmannaspárinnar. Mestar líkur eru á að Sjálfstæðisflokkurinn fái sjöunda þingmanninn kjörinn í kjördæminu, en annar maður á lista flokksins, Björn Bjarki Þorsteinsson, komst inn á þing í 37 prósent þeirra 100 þúsund sýndarkosninga sem keyrðar voru til að kalla fram niðurstöðurnar. Um 33 prósent líkur eru á því að Samfylkingin nái inn sínum öðrum manni í kjördæminu, Hannesi S. Jónssyni.
Norðausturkjördæmi
Samkvæmt niðurstöðum þingmannaspárinnar næði Samfylkingin inn þremur mönnum í Norðausturkjördæmi, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur tveimur og Framsókn, Viðreisn og Flokkur fólksins sínum manni hverjum, sé horft til þess hvaða þingmenn eru með mestar líkur á að ná kjöri. Næsti maður inn væri annar maður á lista Viðreisnar, Heiða Ingimarsdóttir.
Suðurkjördæmi
Úr Suðurkjördæmi berast þau tíðindi að fyrsti þingmaður kjördæmisins eftir kosningarnar árið 2021, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar, fær 16 prósent líkur á þingsæti. Samkvæmt þingmannaspánni er …
Athugasemdir