Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Allt það helsta úr leiðtogakappræðum Heimildarinnar

Leið­togakapp­ræð­ur Heim­ild­ar­inn­ar fóru fram fyr­ir full­um sal áhorf­enda í Tjarn­ar­bíó í gær­kvöldi. Full­trú­ar þeirra níu fram­boða sem mælst hafa með yf­ir 2,5 pró­senta fylgi á landsvísu í kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar og dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar sendu full­trúa á svæð­ið.

Allt það helsta úr leiðtogakappræðum Heimildarinnar
Leiðtogakappræður Heimildarinnar fóru fram í beinni útsendingu í Tjarnarbíói í gærkvöldi fyrir fullum sal af fólki og sköpuðust líflegar umræður um það helsta sem brennur á kjósendum fyrir kosningarnar. Mynd: Golli

Leiðtogakappræður Heimildarinnar fóru fram fyrir fullum sal áhorfenda í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Fulltrúar þeirra níu framboða sem mælst hafa með yfir 2,5 prósenta fylgi á landsvísu í kosningaspá Heimildarinnar og dr. Baldurs Héðinssonar tóku þátt. 

Kvöldið hófst á umræðu um efnahagsmál, fulltrúar stjórnarflokkanna voru spurðir að því af hverju ekki hefði tekist betur að ná böndum á verðbólgu og hefja vaxtalækkunarferli Seðlabankans en raun ber vitni. 

Allir flokkarnir sem ráðið hafa landinu undanfarin 7 ár sendu varaformenn sína í leiðtogakappræður Heimildarinnar og tóku þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson öll til varna fyrir verk ríkisstjórnanna sem Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hafa leitt undanfarin ár. 

Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra lét þess getið að mikilvægt væri að halda því til haga að áföll hefðu dunið yfir undanfarin ár. Ríkið hefði til dæmis þurft að létta undir með einkageiranum í heimsfaraldrinum og bregðast við vegna Grindavíkur. …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Furðuleg þessi rök Lilju gegn ESB að þar sé hagvöxtur minni og atvinnuleysi meira rétt eins og að að hagvöxtur myndi minnka og atvinnuleysi aukast með inngöngu í ESB.
    Ástandið í ESB-löndum er eins mismunandi og löndin eru mörg. Efnahagsástandið er mun betra en hér í mörgum ESB-löndum en verra í öðrum. En almennt má segja að það hafi batnað með inngöngu í ESB.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár