„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Klukkan er 3:45 um nótt. „Halda áfram að hnoða – hlaða,“ kallar Jón Ragnar bráðalæknir. Frá hjartastuðtækinu berst skerandi hljóð sem hækkar. „Allir frá. Stuða,“ kallar Jón Ragnar og allir viðstaddir halda að sér höndum á meðan rafstraumurinn fer í gegnum líkama sjúklingsins. „Ok, halda áfram að hnoða – tvær mínútur,“ segir Jón Ragnar og Anna hjúkrunarfræðingur heldur hjartahnoði áfram. „Er einhver með tímann?“ spyr Jón Ragnar og Ívar hjúkrunarfræðingur fylgist með klukkunni. „Við erum búin að hnoða í tvær mínútur og það eru þrjátíu sekúndur síðan við stuðuðum síðast,“ segir Ívar. Anna hjúkrunarfræðingur er farinn að þreytast og spyr hvort einhver sé tilbúinn að taka við hnoði. „Já,“ kallar einhver á neyðarstæðinu en á þessum tímapunkti eru 13 tarfsmenn bráðamóttökunnar við endurlífgunina. „Hann er að vakna. Tökum tékk á honum,“ segir Jón Ragnar og stígur niður af pallinum og fer til sjúklingsins. „Hann er með púls,“ kallar hann yfir …

Kjósa
68
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Fólkið sem vinnur á deildinni er hetjur. Ég þekki hvað það er mikil pressa að bæta við á deildunum fyrir ofan, vinn á þeim sumum sem sjúkraliði. Vantar meira pláss, fleiri hjúkrunarehimili, betri lausnir. Já það þyrfti líka að hefja vegferð í að kenna fólki hollari lífsstíl svo það fari ekki svona illa löngu fyrir aldur fram og lendi í svona stöðu allt of snemma. Ég get vottað um þetta orðin nærri 75 og enn að taka vaktir, vegna þess að ég elska starfið mitt. Megi Guð blessa Landspítlann og gefa ráðamönnum vit og kjark til að bæta úr.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Mæðgur á vaktinni
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.
Bráðafjölskylda á vaktinni
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.
Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár