Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Svona yrði ferð með Borgarlínunni

Um­hverf­is­mats­skýrsla um fyrstu lotu Borg­ar­línu fel­ur í sér nokk­ur tíð­indi um hvernig göt­urn­ar breyt­ast sam­fara gerð sérrým­is fyr­ir stræt­is­vagna á rúm­lega 14 kíló­metra kafla í Reykja­vík og Kópa­vogi. Um­ferð­ar­skipu­lag í mið­borg Reykja­vík­ur gæti breyst mik­ið og tvær nýj­ar brýr yf­ir Ell­iða­ár um mitt Geirs­nef yrðu sam­tals 185 metra lang­ar.

Þrátt fyrir að enn sjáist þess engin merki í verklegum framkvæmdum er vinna við undirbúning Borgarlínu áfram í fullum gangi. Ný innsýn fékkst í framgang verkefnisins á dögunum þegar umhverfismatsskýrsla vegna fyrstu lotu Borgarlínunnar var birt.

Þar má lesa um fyrirhugaðar breytingar á götumyndinni, þar sem sérrými verður gert fyrir vagna Borgarlínu á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi, með viðkomu í miðborginni. Alls er þetta um 14,5 kílómetra akstursleið.

Samhliða því að umhverfismatsskýrslan leit dagsins ljós birtu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær tillögur að breytingum á rammahluta aðalskipulags sem tengjast legu Borgarlínu.  Sveitarfélögin setja þar fram bindandi stefnu um legu Borgarlínu og staðsetningu svokallaðra kjarnastöðva, sem eru helstu biðstöðvar og tengipunktar þessa nýja kerfis almenningssamgangna. 

Opnir kynningarfundir verða haldnir um umhverfismatsskýrsluna og tillögurnar í báðum sveitarfélögum eftir áramót. Bæði sveitarfélög láta þess getið í umfjöllun um málið að nákvæm útfærsla Borgarlínunnar og breytinganna á götumyndinni verði ákvörðuð í deiliskipulagi …

Kjósa
55
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár