Á númerslausum BMW var Volodomír Selenskí, forseta Úkraínu, ekið beinustu leið frá Keflavíkurflugvelli til Þingvalla síðdegis á mánudag. Jakkafataklæddur Bjarni Benediktsson stóð í rigningunni á tröppum Þingvallabæjarins og bauð forsetann velkominn í vöggu lýðræðis á Íslandi, eins og hann orðaði það. Þetta var ekki fyrsti fundur þeirra tveggja en sá fyrsti sem fram fer á Íslandi, á heimavelli Bjarna, sem er mögulega að taka á móti sínum síðasta opinbera gesti í hlutverki forsætisráðherra. Um fjórar vikur eru síðan að Bjarni fékk veður af komu Selenskí til Íslands, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar, en mikil leynd hvíldi yfir komu hans, eins og er jafnan um ferðir hans.
„Takk fyrir að bjóða mér,“ sagði Selenskí, eftir að hafa gengið 33 metra leið úr bílnum og til Bjarna, þar sem hann stóð á tröppunum. Fjórum íslenskum fjölmiðlum hafði verið boðið að standa aðeins til hliðar við tröppurnar og smella af myndum og reyna að spyrja …
... og hvað svo? Munu fiskúflytjendur halda áfram að flytja út til Hvítarússlands eins og ekkert hafi í skorist? En innflutningur þangað hefur hundraðfaldast síðan stríðið hófst.