Alþjóðamál valda fólki áhyggjum en hreyfa sennilega fá atkvæði

Fátt bend­ir til þess að al­þjóða­mál ráði at­kvæð­um margra í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um en þró­un al­þjóða­mála veld­ur þó meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar áhyggj­um sam­kvæmt ný­legri könn­un sem fram­kvæmd var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Eins og ný­leg dæmi sanna þá skipt­ir það Ís­lend­inga einnig máli hvernig stjórn­völd nýta rödd sína í sam­fé­lagi þjóð­anna.

Alþjóðamál valda fólki áhyggjum en hreyfa sennilega fá atkvæði
Lyklaskipti Þessi tvö, Þórdís og Guðlaugur, hafa að mestu setið á stóli utanríkisráðherra frá árinu 2017, en flokksformaðurinn Bjarni Benediktsson tók stuttlega við keflinu síðasta vetur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þegar íslenskir kjósendur eru spurðir um það hvaða málefni skipti þá mestu máli í aðdraganda kosninga skrapa alþjóða- og utanríkismál nær alltaf botninn. Í könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir hlaðvarpsþáttinn Bakherbergið kom berlega í ljós að svona er staðan einnig nú, en einungis 6 prósent svarenda töldu alþjóða- og utanríkismál á meðal mikilvægustu málefna á sviði stjórnmálanna.

Því er vert að velta því fyrir sér hvort við megum búast við umræðu um stöðu Íslands í alþjóðakerfinu og hvernig ríkið beitir rödd sinni og áhrifum á alþjóðavettvangi í kosningabaráttunni. Er flestum kjósendum ef til vill nokkuð sama hver sest í utanríkisráðuneytið eftir kosningar og hvernig haldið er á málum þar?

Látum við það bara ráðast, eftir að við erum búin að ákveða hvaða fólki og flokkum við treystum best til að taka á efnahagsmálum, heilbrigðismálum og öðrum málaflokkum sem ráða því hvert atkvæði okkar ratar?

Ísland ekkert eyland

„Almennt, líka í …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Um hvað er kosið?

Byggjum við af gæðum?
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.
Innborgun á íbúð fjarlægur draumur
ViðtalUm hvað er kosið?

Inn­borg­un á íbúð fjar­læg­ur draum­ur

Ung tveggja barna móð­ir sem nem­ur leik­skóla­kenn­ara­fræði við Há­skóla Ís­lands seg­ist ekki sjá fyr­ir sér að hún og mað­ur henn­ar nái að safna sér fyr­ir út­borg­un í íbúð í ná­inni fram­tíð, en þau búa á stúd­enta­görð­um. Hekla Bald­urs­dótt­ir seg­ir að staða fjöl­skyld­unn­ar á hús­næð­is­mark­aði valdi sér ekki mikl­um áhyggj­um. „Kannski af því að það eru all­ir í svip­aðri stöðu í kring­um mig.“
Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár