Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Áramótabrennum í Reykjavík fækkað

„Sú frá­leita ákvörð­un borg­ar­yf­ir­valda að af­leggja um­rædd­ar brenn­ur án nokk­urs sam­ráðs við íbúa eða íbúa­sam­tök, er að­för að grón­um hefð­um í skemmt­ana­haldi borg­ar­inn­ar um jól og ára­mót,“ segja Sjálf­stæð­is­menn.

Áramótabrennum í Reykjavík fækkað
Hefð Löng hefð er fyrir áramótabrennum í Reykjavík en nú ætla yfirvöld að fækka þeim, m.a. vegna umhverfissjónarmiða. Mynd: Golli

Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í vikunni að fækka áramótabrennum í borgarlandinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðust gegn því.

Undanfarin ár hefur áramótabrennum farið fjölgandi í borgarlandinu og voru þær 10 um síðustu áramót. Samkvæmt samþykkt ráðsins verður þeim fækkað um fjórar og ákveðnum brennum verður að auki fundinn nýr staður. 

Þær fjórar brennur sem samþykkt hefur verði að leggja niður eru:

  • Rauðavatn. Það hafa skapast umferðarvandræði undanfarin ár við Suðurlandsveginn og vegna mögulegra umhverfisáhrifa á Rauðavatn. 
  • Suðurfell (Jafnasel árið 2023). Eldri staðsetning brennunnar er ekki lengur í boði vegna nýs Arnarnesvegar. Þessari brennu verður fundinn nýr staður í Breiðholti. 
  • Laugardalur. Nálægð við byggð og aðgengi er slæmt.
  • Skerjafjörður. Aðgengi er slæmt og nálægð við byggð of mikil.

Á sama tíma og brennum hefur fjölgað hefur verið mikil umræða um fjöldamörg atriði er varðar brennur „enda hafa þær bæði mikil skammtím-a og langtímaumhverfisáhrif ásamt því að vera dýrar í uppsetningu og rekstri,“ segir í rökstuðningi Hjalta J. Guðmundssonar, skrifstofustjóra borgarlandsins. Þá hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gert athugasemdir við ákveðnar brennur vegna nálægðar við byggð. 

SexÁramótabrennur verða á sex stöðum í borgarlandinu um áramótin. Á kortið vantar brennuna sem verður á Kjalarnesi.

Hins vegar er sterk hefð fyrir brennum í Reykjavík hjá mörgum íbúum og því vilja borgaryfirvöld reyna að mæta báðum sjónarmiðum. Þær brennur sem áfram verða haldnar í borgarlandinu verða á eftirtöldum stöðum:

  • Vesturbær (með fyrirvara um góða staðsetningu)
  • Gufunes
  • Geirsnef
  • Jafnasel (ný staðsetning)
  • Úlfarsárdalur
  • Kjalarnes

Allar brennur verða minni en 250 rúmmetrar og því skilgreindar sem litlar brennur. „Með þessu móti verður komið til móts við bæði sjónarmið þeirra sem vilja hafa brennur með því að tryggja að hver borgarhluti hafi brennu og svo hinna sem vilja fækka þeim verulega og með því draga úr umhverfisáhrifum og kostnaði“, segir í rökstuðningi skrifstofustjóra borgarlandsins. 

Mikill kostnaður

„Þær hafa gegnt mikilvægu menningarhlutverki, eru fjölskylduvænir viðburðir sem stuðla að samheldni íbúa og jákvæðum hverfisanda“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, sem samþykktu tillögu um fækkun brenna, benda í bókun á að kostnaður við brennur sé orðinn töluverður. Til dæmis sé kostnaður við förgun um 20 milljónir króna og við hann bætist kostnaður vegna efniviðs og mönnunar við að sinna uppsetningu og utanumhaldi. „Í erfiðu fjárhagslegu umhverfi er eðlilegt að horfa í hverja krónu, sér í lagi þegar athugasemdir frá viðbragðsaðilum liggja fyrir“, segir í bókun meirihlutans. Þar er enn fremur bent á að vegna staðla þurfi nú að kaupa efni í brennur frekar en að nýta eitthvað sem falli til við framkvæmdir. „Hér er verið að fara ákveðna millileið, að mæta gagnrýnum sjónarmiðum og þeirri sterku hefð sem er fyrir brennum um áramót.“

Menningarhlutverk

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja í sinni bókun að þær brennur sem eigi að afleggja eigi sér áratuga hefð. „Þær hafa gegnt mikilvægu menningarhlutverki, eru fjölskylduvænir viðburðir sem stuðla að samheldni íbúa og jákvæðum hverfisanda.“

Sjálfstæðismenn segja ákvörðun borgaryfirvalda um að afleggja þessar fjórar brennur vera fráleita og að hún sé gerð án nokkurs samráðs við íbúa eða íbúasamtök. Ákvörðunin sé „aðför að grónum hefðum í skemmtanahaldi borgarinnar um jól og áramót“.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár