Geir Örn Jacobsen var fæddur 8. nóvember 2006 og hefði því orðið 18 ára eftir nokkra daga. Hann lést í eldsvoða á Stuðlum, meðferðarheimili ríkisins, þann 19. október síðastliðinn.
Jón K. Jacobsen, pabbi Geirs, eða Geira eins og pabbi hans kallaði hann alltaf, segir að sonur hans hafi verið búinn að vera á Stuðlum í innan við klukkustund þegar eldurinn braust út og kallað var á slökkvilið. Jón vissi ekki að drengurinn hans væri á Stuðlum. Enginn hafði látið hann vita. Hann fær símtal frá barnavernd snemma morguns og er tjáð að alvarlegt atvik hafi orðið á Stuðlum. „Ég spyr; af hverju ertu að hringja í mig? Geiri er ekki þar. Ég er pabbi hans og vissi ekki að hann væri á Stuðlum.“
Nokkrum mínútum síðar kemur lögreglan og keyrir Jón á Landspítalann. Þegar þangað er komið segist hann fyrst hafa fengið upplýsingar um að það sé sonur …
Athugasemdir (6)