Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Óvissuferð í Reykjavík

Reykja­vík er borg óviss­unn­ar. Hér og þar leyn­ast kim­ar og stað­ir sem hressa upp á menn­ing­una og lífga upp á hvers­dag­inn. Og um að gera að fara í óvissu­ferð­ir!

Óvissuferð í Reykjavík

Einn af óteljandi möguleikum til að fara í óvissuferð er Laugavegurinn frá mótunum við Hlemm, þaðan sem eiginleg verslunargata hefst, og að mótum Barónsstígs og Laugavegs. Á þessum stutta spotta leynast fjölmargir spennandi áningarstaðir, bæði nýir og gamlir. Hér er stiklað á nokkrum:

Fersk hráefni og taílensk vín

Tilvalið er að hefja gott kvöld á Ban Thai á Laugavegi 130 en staðurinn hefur oftar en einu sinni verið kosinn besti taílenski veitingastaðurinn á Íslandi – af The Reykjavik Grapevine.  

Á heimasíðu staðarins má lesa að hann hefur starfað og boðið upp á ekta taílenskan mat í 33 ár: ... alveg eins og hann er í Taílandi.

Að mati menningarvitans er maturinn á Ban Thai brjálæðislega góður. Þar er einnig boðið upp á Singha-bjór og m.a. taílenskt vín og viskí.

Á síðu staðarins kemur einnig fram að maturinn er létt eldaður úr ferskum hráefnum til að halda upprunalegu …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár