Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Tónlist geti dimmu í dagsljós breytt

Magnea Tóm­as­dótt­ir óperu­söng­kona seg­ir að tón­list­in sé lík­lega það síð­asta sem hverfi frá fólki sem sé með heila­bil­un. Mús­ík­in sé enda djúpt í kjarna okk­ar allra. Magnea hef­ur um ára­bil kennt starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila og að­stand­end­um fólks með heila­bil­un að nota tónlist til að bæta líð­an þeirra sem eru veik.

Tónlist geti dimmu í dagsljós breytt
Frelsi til tjáningar Magnea Tómasdóttir, óperusöngkona segir að tónlist geti verið mjög góð leið til að ná til kjarna manneskjunnar og þar með veitt fólki með heilabilun frelsi til tjáningar. Mynd: Golli

Þetta snýst um að opna hjartað. Þó að fólk sé búið að tapa alls kyns færni er alltaf eitthvað sem hægt er að grafa eftir. Ég held að tónlistin sé það síðasta sem fer hjá okkur. Svo lengi sem við drögum andann getum við notið tónlistar.“

Þetta segir Magnea Tómasdóttir óperusöngkona, sem hefur meðal annars kennt á námskeiðinu Tónlist og heilabilun í Listaháskóla Íslands og stýrir á næstunni námskeiði hjá Mími sem er ætlað starfsfólki í umönnunarstörfum og aðstandendum fólks með heilabilun. 

Sextug þegar hún greindist með heilabilun

Mamma og pabbi Magneu veiktust bæði af heilabilunarsjúkdómi. „Mamma var bara sextug þegar hún greindist og ég var mjög ung þegar það gerðist, eða 27 ára. Mér fannst ég ekki ung á þeim tíma en sé núna að svo var. Pabbi minn greindist síðan seinna með heilabilun. Hann var gröfukarl en líka tónlistarmaður sem spilaði djass.“ 

„Svo lengi sem við drögum andann …
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár