Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Er gjá milli þings og þjóðar?

Ís­lenska þjóð­in hef­ur að mikl­um meiri­hluta sam­úð með mál­stað Palestínu og marg­ir vilja sjá stjórn­völd beita ísra­elsk stjórn­völd við­ur­lög­um. Hvað segja þing­menn? Heim­ild­in fal­að­ist eft­ir svör­um frá þeim varð­andi við­skipta­þving­an­ir og stjórn­mála­sam­band Ís­lands við Ísra­el.

Er gjá milli þings og þjóðar?
Alþingi Heilt ár er nú liðið frá því að sprengjum byrjaði að rigna yfir Gaza. Á þingi er nú komin fram tillaga um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir alþjóðlegum þvingunaraðgerðum gegn Ísrael. Mynd: Golli

Meirihluti íslensks almennings vill að Ísland beiti viðskiptaþvingunum gagnvart Ísrael og meirihluti landsmanna kveðst einnig vilja að Ísland slíti stjórnmálasambandi sínu við Ísrael. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem Maskína gerði fyrir samtökin Ísland-Palestína.

Þar að auki sögðust 72,5 prósent svarenda hafa meiri samúð með málstað Palestínu en Ísraels, 18 prósent sögðust hafa jafnmikla samúð með báðum og 9,5 prósent kváðust hafa meiri samúð með málstað Ísraels. Niðurstaða þessarar könnunar er ef til vill áminning um það að stærstur hluti íslensku þjóðarinnar hefur löngum haldið málstað Palestínu á lofti. Árið 2011 varð Ísland á meðal fyrstu þjóða á Vesturlöndum til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 

„Það er mikilvægt að hafa opinn streng til þess að geta aðstoðað“
Jódís Skúladóttir
þingmaður VG

þingmaður VGEn hvernig er staðan í þinginu? Hugmyndir um slit á stjórnmálasambandi eða viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael hafa ekki verið ræddar mikið á vettvangi stjórnmálanna undanfarið ár, …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GHØ
    Gunnhild Hatlemark Øyahals, skrifaði
    Ótrúlega kjarklausir þingmenn og sorglegt að sjá hverjar réttlætingarnar eru fyrir að aðhafast ekkert. Stjórnmálasamband hvað? Þykjast Íslenskir stjórnmálamenn hafa eitthvert samband við Ísraela þegar þeir hafa hreðjartak á voldugum þjóðum eins og USA myndu þeir hrista Ísland af sér eins og flugu? Eina sem myndi hafa áhrif er yfirlýst fordæming á aðgerðum Ísraela og slit á stjórnmálasambandi. það myndi vekja athygli og kannski efla einhverja aðrar hræddar þjóðir til að taka afstöðu. Kjarkur er allt sem þarf!
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Þau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórnmálunum“
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

„Mér finnst vera hræðsla í stjórn­mál­un­um“

Bæj­ar­stjór­inn Gunn­ar Ax­el Ax­els­son, sem var sjálf­boða­liði á Vest­ur­bakk­an­um fyr­ir nokkr­um ár­um, seg­ist telja að stjórn­mála­menn þori ekki að segja hug sinn all­an um mál­efni Palestínu af ótta við ásak­an­ir um gyð­inga­hat­ur. Al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Magnea Marinós­dótt­ir hef­ur ver­ið köll­uð talskona Ham­as, þeg­ar hún ræð­ir um ára­tuga­lang­an að­drag­and­ann að 7. októ­ber 2023 í fjöl­miðl­um. Það kæfi um­ræð­una.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár