Meirihluti íslensks almennings vill að Ísland beiti viðskiptaþvingunum gagnvart Ísrael og meirihluti landsmanna kveðst einnig vilja að Ísland slíti stjórnmálasambandi sínu við Ísrael. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem Maskína gerði fyrir samtökin Ísland-Palestína.
Þar að auki sögðust 72,5 prósent svarenda hafa meiri samúð með málstað Palestínu en Ísraels, 18 prósent sögðust hafa jafnmikla samúð með báðum og 9,5 prósent kváðust hafa meiri samúð með málstað Ísraels. Niðurstaða þessarar könnunar er ef til vill áminning um það að stærstur hluti íslensku þjóðarinnar hefur löngum haldið málstað Palestínu á lofti. Árið 2011 varð Ísland á meðal fyrstu þjóða á Vesturlöndum til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki.
„Það er mikilvægt að hafa opinn streng til þess að geta aðstoðað“
þingmaður VGEn hvernig er staðan í þinginu? Hugmyndir um slit á stjórnmálasambandi eða viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael hafa ekki verið ræddar mikið á vettvangi stjórnmálanna undanfarið ár, …
Athugasemdir (1)