Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Sonur Bláhosu 2: Biskupsefni stýrir bardaga, hrekst til Grænlands

Jón Ara­son var mest­ur valda­mað­ur kirkj­unn­ar á Norð­ur­landi eft­ir að Gott­skálk Nikulás­son, bisk­up á Hól­um, and­að­ist 1520. En það varð þraut­in þyngri fyr­ir hann að tryggja sér bisk­up­sembætt­ið.

Sonur Bláhosu 2: Biskupsefni stýrir bardaga, hrekst til Grænlands
Ekki hefur enn fundist mynd af Jóni Arasyni en við látum sem þetta sé mynd af honum. Í raun er þetta mynd frá 1546 af Jacopo Sansovino, málarinn er Tintoretto.

Í byrjun desember 1520 dó biskupinn á Hólum, maður um fimmtugt, Gottskálk hét hann Nikulásson. Hann var norskur að ætt og kunnur fjárafla- og atkvæðamaður. Gottskálk hafði aukið mjög við eignir Hólastóls þann aldarfjórðung sem hann hafði setið í embætti og þótti ekki ævinlega vandur að meðulum þegar hann glímdi við íslenska höfðingja og stórbokka um jarðeignir og önnur verðmæti.

En þeir voru heldur engin lömb að leika sér við.

Eins og flestir klerkar í þá daga átti Gottskálk fylgikonu, hvað sem leið opinberu banni kaþólsku kirkjunnar við hjúskap presta, og hafði eignast með henni þrjú börn. Leggið á minnið nöfnin Oddur og Guðrún. Þau koma við sögu síðar.

Réði á Hólum

Síðustu 10–12 árin af biskupstíð Gottskálks hafði séra Jón Arason orðið honum æ mikilvægari lautinant í hinni veraldlegu baráttu við höfðingjana. Jón var nú 37 ára og hafði komið vel undir sig fótunum á þjónustu við Hólabiskup, meðal …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár