Nokkur starfsmannavelta hefur verið í starfi Pírata undanfarin ár, bæði á skrifstofu flokksins og í starfsliðinu á þingi. Það vakti töluverða athygli á dögunum er Atli Þór Fanndal, samskiptastjóri þingflokksins, var látinn fara eftir að hafa lent upp á kant við hóp sem hann kallaði „flokkseigendafélagið“ í samtali við Heimildina.
Atli Þór staldraði mjög stutt við hjá Pírötum, en hann var ráðinn inn í maí síðastliðnum og látinn fara, að eigin sögn, vegna ósættis þingflokks Pírata við aðkomu hans að kjöri til framkvæmdastjórnar á aðalfundi Pírata í byrjun september. Atli Þór hefur sagt að hann hafi nú bæst við langan lista fólks sem hafi engan áhuga á því að vinna fyrir þingflokk Pírata.
En er sá listi langur? Heimildin hafði samband við ýmsa fyrrverandi starfsmenn Pírata á undanförnum árum og fékk misjöfn svör, eins og gengur. Sumir kváðust sáttir við störf sín fyrir Pírata, en aðrir viðmælendur síður – og …
Athugasemdir