Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, eignaðist dóttur þegar hún var 22 ára gamall guðfræðinemi. „Það breyttist allt við að verða foreldri. Þessi óeigingjarna og takmarkalausa ást, sem er ólík allri annarri, verður svo sterk.“ Hún var 38 ára þegar hún eignaðist seinna barnið sem í dag heitir Frigg.
„Mér finnst vera mjög erfitt að tala um hana sem „hann“ í dag; líka þegar ég tala um hana sem barn. Ég nota alltaf „hún“, enda er hún stúlka.“
Hún segir að uppáhaldsleikir Friggjar hafi verið legó og þrautir; eitthvað sem krafðist þess að hún þurfti að hugsa svolítið, eins og Guðrún orðar það. „Það hefur alltaf verið hennar og í dag er hún mikil raungreinamanneskja.“
Svo liðu árin.
„Ég varð aldrei vör við að hún væri eitthvað sérstaklega stelpuleg, ef hægt er að segja sem svo, eða léki sér með eitthvað sem væri frekar tengt staðalímyndum stúlkna frekar en drengja. …
Athugasemdir