Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Dauðsföllum vegna ofneyslu loks tekið að fækka

Breytt nálg­un á fíkni­sjúk­dóma er tal­in geta skýrt ástæð­ur þess að dauðs­föll­um vegna of­neyslu hef­ur fækk­að hratt í Banda­ríkj­un­um síð­ustu mán­uði.

Dauðsföllum vegna ofneyslu loks tekið að fækka
Naloxone Lyfið naloxone hefur bjargað mörgum mannslífum. Mynd: Pexels

Dauðsföllum vegna of stórra skammta lyfja eða fíkniefna í Bandaríkjunum hefur fækkað umtalsvert samkvæmt greiningum á heilbrigðisgögnum á landsvísu. Ekki hafa færri látist úr ofskömmtun í þrjú ár. Vonast er til að skýringin felist í að loks hafi eitthvað áunnist í baráttunni gegn fíkniefnafaraldrinum í landinu. Í frétt CNN er þó tekið fram að dauðsföllin eru enn fleiri en þau voru fyrir kórónuveirufaraldurinn.  

Dauðsföllum vegna of stórra skammta fjölgaði þegar í upphafi faraldursins og náði hámarki um hann miðjan. Andlátin voru 30 prósent fleiri árið 2020 en 2019 og átti þeim enn eftir að fjölga um 16 prósent árið 2021. En í lok árs í fyrra var þeim tekið að fækka og hefur sú þróun haldið áfram það sem af er ári. 

Árið 2019 létust um 71 þúsund manns eftir að taka of stóran skammt í Bandaríkjunum. Á einu ári, nú frá apríl í fyrra og til aprílloka í ár, voru dauðsföllin um 101 þúsund. Þau voru um 10 prósentum færri en tólf mánuðina þar á undan.

Í frétt CNN er haft eftir sérfræðingum Bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar að fækkunin sé að mestu tilkomin vegna þess að færri hafi tekið of stóran skammt af hinu sterka lyfseðilsskylda fentanyl. Séu þessi tvö tólf mánaða tímabil borin saman kemur í ljós að dauðsföllum vegna fentanyls hafði fækkað um 20 prósent. Þau eru hins vegar enn þá stærsta dánarorsökin þegar kemur að of stórum skömmtum.

Breytt nálgun

Sérfræðingar segja vissulega ánægjulegt að tilfellum hafi fækkað en minna á að þau séu enn miklu fleiri en fyrir faraldurinn. Þá minna þeir sérfræðingar sem CNN ræðir við á að koma hefði átt í veg fyrir flest þessara dauðsfalla. 

Engin ein ástæða er talin liggja að baki fækkuninni en flestir vilja meina að hún tengist gríðarlega umfangsmiklu allsherjarátaki og vitundarvakningu sem heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem hafa látið sig málið varða hafa staðið að. Þar hefur, að sögn lækna, breytt nálgun skipt sköpum. Loks sé farið að líta á fíkn sem lýðheilsumál og skaðaminnkandi úrræði gerð aðgengilegri. Þá hafi aðgengi að lyfinu naloxone batnað en það er notað þegar þörf er á tafarlausri neyðarmeðferð vegna ofneyslu ópíóða.  

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár