Rétt um miðnætti síðastliðið sunnudagskvöld hringdi farsími Klöru Briem á heimili hennar í Vesturbænum. Klara, sem gegnir stöðu yfirlögfræðings réttindagæslu fatlaðra, var þarna steinsofnuð og hringingin í ofanálag hljóðlaus.
„Ég hafði ákveðið að ég þyrfti að fara fyrr á æfingu eins og vanalega á mánudagsmorgnum, hálf sjö í staðinn fyrir hálf átta. Ég vildi því vera viss um að vakna við vekjarann,“ segir Klara þegar hún útskýrir hvers vegna hún hafði ákveðið að sofna með símann á koddanum. Nokkuð sem hún gerir annars aldrei.
Það varð hins vegar til þess að hún vaknaði upp við blikkandi skjáljósið þegar síminn hringdi.

Það er auðvelt að færa rök fyrir því að atburðarás …
Athugasemdir