Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Ljósið á koddanum

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.

Ljósið á koddanum
Hólpinn Yazan Tamimi ásamt foreldrum sínum. Hann þarf að óbreyttu ekki að óttast það að vakna upp með lögreglumenn á rúmstokknum á allra næstunni. Mynd: Golli

Rétt um miðnætti síðastliðið sunnudagskvöld hringdi farsími Klöru Briem á heimili hennar í Vesturbænum. Klara, sem gegnir stöðu yfirlögfræðings réttindagæslu fatlaðra, var þarna steinsofnuð og hringingin í ofanálag hljóðlaus.

„Ég hafði ákveðið að ég þyrfti að fara fyrr á æfingu eins og vanalega á mánudagsmorgnum, hálf sjö í staðinn fyrir hálf átta. Ég vildi því vera viss um að vakna við vekjarann,“ segir Klara þegar hún útskýrir hvers vegna hún hafði ákveðið að sofna með símann á koddanum. Nokkuð sem hún gerir annars aldrei. 

Það varð hins vegar til þess að hún vaknaði upp við blikkandi skjáljósið þegar síminn hringdi.

Klara BriemYfirlögfræðingur í réttindagæslu fatlaðra, embættis sem ætlað er að sjá til þess að íslensk stjórnvöld virði réttinda fatlaðs fólks, í samræmi við skuldbindingar okkar. Nokkuð sem ýmislegt bendir til að hafi misfarist í byrjun vikunnar.

Það er auðvelt að færa rök fyrir því að atburðarás …

Kjósa
98
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár