Af nokkrum verkum Salmans Rushdie

Hinn öfl­ugi þýð­andi Árni Ósk­ars­son hef­ur þýtt nokkr­ar bæk­ur eft­ir Salm­an Rus­hdie yf­ir á ís­lensku. Hann þekk­ir lífs­verk höf­und­ar­ins af­ar vel og skrif­ar hér um bæk­ur hans.

Af nokkrum verkum Salmans Rushdie
Rushdie er þekktastur fyrir Söngva Satans en hann hefur sannarlega skrifað fleiri bækur, eins og hér má lesa um. Mynd: Anton Brink

Á einum stað í nýju bókinni, Hnífur, segir Salman Rushdie frá fyrstu „endurhæfingu“ sinni af fjórum á lífsleiðinni, þegar hann varð að fara gegnum spegilinn til að „enduruppgötva og endurgera – betrumbæta – sjálfan mig í öðrum veruleika og leika nýtt hlutverk í heiminum“. Hann lýsir því hvernig hann hafi þá fyrst öðlast sjálfsþekkingu og dómgreind þegar hann komst áleiðis með aðra skáldsögu sína, Miðnæturbörn, „bók þar sem ég reyndi að endurheimta ekki bara Indland heldur sjálfan mig“.

Indland öðlast nýja rödd í skáldskap

Miðnæturbörn – Forlagið bókabúð

Sagt hefur verið að með Miðnæturbörnum (Midnight Children, 1981) hafi Indland öðlast nýja rödd í skáldskap. Í stað þeirrar settlegu myndar af landinu sem hafði áður birst í skáldsögum kom nú fram höfundur sem tók sér fyrir hendur að lýsa því í óendanlegum margbreytileika þess með fjölskrúðugu tungutaki í kraftmiklum frásögnum sem mynduðu eina iðandi og margslungna heild. Sagan gerist í Bombay og þar koma við sögu helstu atburðir í sögu landsins eftir að það fékk sjálfstæði. Sögumaðurinn er eitt af 1001 barni sem fæddist fyrsta klukkutímann sem landið var sjálfstætt 15. ágúst árið 1947. Tvö af þessum börnum fæðast á sama fæðingarheimilinu á slaginu á miðnætti og er annað komið af fátæklingum, hitt af auðmönnum. En börnunum er víxlað. Það barnið sem er af múslimskum aðalsættum lendir í höndum götusöngvara sem skírir hann Shiva, en auðmannafjölskyldan fær fátæklinginn með gúrkunefið sem er hálfur Englendingur og hálfur hindúi og skírir hann Saleem. Þeir Shiva og Saleem (sögumaðurinn) búa því við ólíkt atlæti og verða síðar svarnir fjendur.

Besta breska skáldsaga aldarfjórðungsins

Rushdie beitti hér aðferðum sem Gabriel Garcia Marquez hafði innleitt í skáldsögu sinni Hundrað ára einsemd og kenndar hafa verið við töfraraunsæi. Saleem fær dag einn höfuðhögg og uppgötvar að hann býr yfir fjarskyggni. Frá níu ára aldri getur hann blandað sér í líf annarra að vild, séð í gegnum veggi, uppgötvað öll leyndarmál. Hann kemst að því að öll miðnæturbörnin búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum og hann dreymir um að nýta alla þessa hæfileika í þágu landsins. En vegna þess að þau ógna valdhöfum með hæfileikum sínum snúast þeir gegn þeim. Þannig felur sagan í sér snarpa gagnrýni á þróun indversks samfélags. Hún fékk afar góðar viðtökur og aflaði höfundi sínum heimsfrægðar. Rushdie hlaut hin eftirsóttu Booker-verðlaun fyrir hana og síðar var bætt um betur með öðrum sérstökum Booker-verðlaunum fyrir bestu bresku skáldsögu aldarfjórðungsins.

„Rushdie beitti hér aðferðum sem Gabriel Garcia Marquez hafði innleitt í skáldsögu sinni Hundrað ára einsemd og kenndar hafa verið við töfraraunsæi“

Blygðunarefni í einkalífi

Shame: A Novel: Rushdie, Salman: 9780812976700: Amazon.com: Books

Næsta skáldsaga Rushdies, Blygðun (Shame, 1983, enn óþýdd á íslensku), var háðsádeila um íslamska einræðisríkið Pakistan sem höfundur lýsti sem „eins konar nútímaævintýri“. Þetta er litrík saga af fjölskyldum þeirra Raza Hyder hershöfðingja og verðandi einræðisherra og glaumgosans Iskanders Harappa, auðugs landeiganda. Sá fyrrnefndi er augljóslega byggður á Zia ul-Haq, en hinn síðarnefndi á Ali Bhutto sem var forsætisráðherra áður en ul-Haq steypti honum af stóli. Sagan lýsir lygilegum pólitískum atburðum sem þó eru byggðir á sögulegum staðreyndum. Grunnþema bókarinnar er skömm og heiður sem uppspretta ofbeldis. Sæmdin er ein af æðstu hugsjónum í samfélögum þar sem aldagömul siðalögmál hafa meira vægi í lífi fólks en á Vesturlöndum. Blygðunarefni í einkalífi leiða hér til valdaráns og blóðsúthellinga.

Söngvar Satans

Í Hnífnum segir Rushdie frá því að um tíma hafi honum fundist Söngvar Satans (The Satanic Verses, 1988) ekki vera ein bók heldur þrjár. „Ein bók um þorpsbúana sem gengu í sjóinn, önnur um efnið tengt fæðingu trúarbragða og þriðja og lengri bók um suðurasíska innflytjendur í London samtímans.“ Síðar hafi hann áttað sig á því að allar sögurnar væru kaflar í lífi erkiengilsins Gabríel og séð að þetta var ein bók. „Og aðalsöguhetjan átti að heita Gibreel Farishta. Gibreel, Gabríel, og Farishta, engill.“ Í upphafi sögunnar hertaka hryðjuverkamenn farþegaþotu á leið frá Indlandi til Englands og hún springur í tætlur í loftinu yfir Ermarsundi. Það kraftaverk gerist að tveir farþeganna svífa hægt niður og komast upp á Englandsströnd. Annar þeirra er fræg indversk kvikmyndastjarna, Gibreel Farishta, en hinn, Saladin Chamcha, starfar við að lesa inn á útvarps- og sjónvarpsefni í Englandi, þúsund radda maður sem líka er Indverji en ákafur aðdáandi enskrar menningar. Fljótlega eftir landgönguna kemur í ljós að þeir hafa ummyndast í fallinu. Gibreel virðist hafa fengið geislabaug, en á Saladin vaxa horn og klaufir. Þetta veldur þeim að vonum miklum erfiðleikum þegar til London er komið. Sjálfsmyndin skaddast og þeir lenda í kostulegum útistöðum við umhverfi sitt. Dregin er upp skopleg mynd af hlutskipti innflytjenda sem standa mitt á milli tveggja menningarheima og enskur veruleiki er framandgerður á margvíslegan máta. Gibreel hefur glatað trúnni og það er tómarúm í tilveru hans, en á hann sækja martraðarkenndir guðlastsdraumar um nafna hans Gabríel erkiengil og spámanninn Magún. Goðsögulegir og fjarrænir draumar hans fleyga frásögnina svo að úr verður skáldverk í mörgum lögum þar sem hugmyndaauðgi, fyndni og sagnagleði höfundarins nýtur sín vel.

Lítil bók eftir líflátsdóm

Eftir að hafa fengið á sig líflátsdóm bókstafstrúarklerka í Íran vegna Söngva Satans skrifaði Rushdie litla bók, Harún og sagnahafið (Haroun and the Sea of Stories, 1990), skemmtilegt ævintýri um baráttuna gegn þeim illu öflum sem ætla að menga sjálfa uppsprettu frásagnanna, sagnahafið. Eins og efnið gefur tilefni til geymir sagan ófáar vangaveltur um skáldskapinn og stöðu hans í heiminum en er jafnframt enn ein rósin í hnappagati sagnameistarans Rushdie.

„Eftir að hafa fengið á sig líflátsdóm bókstafstrúarklerka í Íran vegna Söngva Satans skrifaði Rushdie litla bók, Harún og sagnahafið (Haroun and the Sea of Stories, 1990), skemmtilegt ævintýri um baráttuna gegn þeim illu öflum sem ætla að menga sjálfa uppsprettu frásagnanna, sagnahafið.”

Í smiðju Günthers Grass

The Moor's Last Sigh: A novel: Rushdie, Salman: 9780679420491: Books -  Amazon.ca

Næsta stóra skáldsagan var Hinsta andvarp márans (The Moor‘s Last Sigh, 1995), um nútímafjölskyldu sem á rætur að rekja til portúgalskra kaupmanna sem settust að í borginni Cochin á sunnanverðu Indlandi í fyrndinni. Hér gengur Rushdie í smiðju Günthers Grass sem fann upp á því í skáldsögu sinni Blikktrommunni að láta sögumann sinn hætta að vaxa. Sögumaðurinn í þessari bók Rushdie, Moraes Zogoiby, kallaður Mári, er hins vegar með þeim ósköpum gerður að eldast helmingi hraðar en aðrir menn, enda er engu líkara en sagan þeytist áfram á tvöföldum hraða. Eftir að hafa flúið land vegna fólskuverka situr Moraes í stofufangelsi í höll geðsjúklings á Spáni og ritar sögu ættar sinnar á 20. öld sem fléttast saman við sögu af miklum glæpum og stórfelldri spillingu í indverskum stjórnmálum. Í bakgrunni kallast á við nútímaviðburði sagan af því þegar márar og gyðingar voru forðum flæmdir frá Spáni.

Flókinn póstmódernískur heimur

Jörðin undir fótum hennar – Forlagið bókabúð

Hin mikla skáldsaga Jörðin undir fótum hennar (The Ground Beneath Her Feet, 1999) fjallar um rokktónlistarmenn sem verða að heimsstjörnum, en hún byggir jafnframt á sögninni af hinum forna söngvara Orfeifi og Evridís ástkonu hans sem hann reyndi að sækja aftur úr ríki dauðra. Eins og í fyrri verkum Rushdie rekur hver dramatíski viðburðurinn annan og nútímaatburðir kallast á við fornar sagnir. Höfundur bregður upp mynd af flóknum póstmódernískum heimi þar sem allt virðist renna saman, ekkert er eins og það sýnist í fyrstu og enginn sannleikur er endanlegur. Myndhverfing þessa ástands er jörðin sem skelfur og gleypir aðra aðalsöguhetjuna Vínu að lokum. Hún er syrgð um allan heim en tónlistin lifir áfram.

Sjö óþýddar skáldsögur

Síðan hefur Rushdie sent frá sér sjö skáldsögur en engin þeirra hefur enn verið þýdd á íslensku. Nefna má Trúðinn Shalimar (Shalimar the Clown, 2005) sem fjallar um Kasmír og geymir vangaveltur um hvað það er sem leiðir menn til hryðjuverka. Quichotte (2019) færir Don Kíkóta Cervantesar inn í bandarískt nútímasamfélag. Sigurborgin (Victory City, 2023) er mikil söguleg skáldsaga sem gerist á Indlandi fyrr á öldum. Hún skartar kvenpersónu í aðalhlutverki sem býr yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum, ríkir yfir stórveldi og nær 247 ára aldri.

Þá eru ótaldar tvær merkilegar sjálfsævisögulegar bækur, Joseph Anton (2012), sem fjallar um árin þegar Rushdie fór huldu höfði í Englandi í kjölfar fatwa-dómsins, og Hnífur (Knife, 2024), sem hann skrifaði um hnífstunguárásina árið 2022 og nú er komin út í íslenskri þýðingu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár