Grænþvegnir kúrekar um allar koppagrundir

Mörg verk­efni sem kol­efnisein­ing­ar hafa ver­ið seld­ar út á og áttu að nýt­ast til að vinna gegn hlýn­un jarð­ar hafa ein­kennst af fúski og um­deild­um að­ferð­um. Millj­arð­ar á millj­arða of­an fara um slíka mark­aði en trú­verð­ug­leiki þeirra hef­ur lask­ast og úr­bóta er þörf.

Grænþvegnir kúrekar um allar koppagrundir
Margvíslegur vandi steðjar að Amazon-frumskóginum og barist hefur verið fyrir verndun hans lengi. Þótt hann eigi að njóta verndar stjórnvalda þýðir það vissulega ekki endilega að sú vernd sé virt. Mörg fyrirtæki selja kolefniseiningar út á verndarverkefni í Amazon. Sum þeirra eru á landi sem er í ríkiseign. Mynd: AFP

Stærstur hluti Amazon-regnskógarins nýtur verndar innan þjóðlenda í Brasilíu. Áður var skógurinn nýttur til stórfelldrar timburframleiðslu og var þá gengið mjög nærri honum, en nú, þegar loks hefur tekist að færa hann undir hlífiskjöld hins opinbera, sem þó er langt í frá fullkomin vernd, er annars konar áhlaup hafið. Það leiða fyrirtæki, oftast erlend, sem í nafni loftslagsmála sjá viðskiptatækifæri í vernduninni og selja út á hana kolefniseiningar. Sá galli er þó á þessari gjöf Njarðar að fyrirtækin eiga ekki landið. Það er að langmestu leyti í eigu almennings. Og almenningur er hlunnfarinn þegar kolefniseiningarnar eru gerðar upp. Hann fær raunar að því er virðist ekki krónu.

Verndun Amazon milljóna dollara bissness

Þessu var ljóstrað upp í bandaríska dagblaðinu Washington Post nýverið. Í umfjölluninni kom fram að verndun Amazon væri orðin að milljóna dollara bissness. Þessir dollarar verða til í viðskiptum með kolefniseiningar sem fyrirtæki um víða veröld þyrstir í …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Hugmyndir að mögulegum aðgerðum fyrirferðarmiklar
FréttirLoftslagsvá

Hug­mynd­ir að mögu­leg­um að­gerð­um fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar

Alls eru 150 að­gerð­ir í upp­færðri að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um. Lít­ill hluti þeirra eru bein­ar lofts­lags­að­gerð­ir sem bú­ið er að meta með til­liti til sam­drátt­ar fyr­ir ár­ið 2030, en alls eru 66 á hug­mynda­stigi. Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir svo­kall­að sjálf­stætt markmið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um sam­drátt í los­un mark­laust bull og að at­vinnu­líf­ið hafi gef­ið lofts­lags­ráð­herr­an­um Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni langt nef með við­brögð­um sín­um við áætl­un­inni í sum­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár