Stærstur hluti Amazon-regnskógarins nýtur verndar innan þjóðlenda í Brasilíu. Áður var skógurinn nýttur til stórfelldrar timburframleiðslu og var þá gengið mjög nærri honum, en nú, þegar loks hefur tekist að færa hann undir hlífiskjöld hins opinbera, sem þó er langt í frá fullkomin vernd, er annars konar áhlaup hafið. Það leiða fyrirtæki, oftast erlend, sem í nafni loftslagsmála sjá viðskiptatækifæri í vernduninni og selja út á hana kolefniseiningar. Sá galli er þó á þessari gjöf Njarðar að fyrirtækin eiga ekki landið. Það er að langmestu leyti í eigu almennings. Og almenningur er hlunnfarinn þegar kolefniseiningarnar eru gerðar upp. Hann fær raunar að því er virðist ekki krónu.
Verndun Amazon milljóna dollara bissness
Þessu var ljóstrað upp í bandaríska dagblaðinu Washington Post nýverið. Í umfjölluninni kom fram að verndun Amazon væri orðin að milljóna dollara bissness. Þessir dollarar verða til í viðskiptum með kolefniseiningar sem fyrirtæki um víða veröld þyrstir í …
Athugasemdir