Kýs náttúruna sem sinn leikvöll
Við ysta haf Viktoría valhoppar um fjöruna með heimalninga hlaupandi á eftir sér. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Kýs náttúruna sem sinn leikvöll

Dyr Finn­boga­staða­skóla í Ár­nes­hreppi á Strönd­um verða brátt opn­að­ar á ný fyr­ir tveim­ur nem­end­um. Val­hopp­andi nátt­úru­barn­ið Vikt­oría Dav­íðs­dótt­ir er ann­ar þeirra. Ærslabelg­ir og önn­ur leik­tæki í Hafnar­firði eru ágæt til síns brúks en hún seg­ir miklu meira hægt að gera í sveit­inni. Þar sé til dæm­is hægt að eiga kind­ur.

Ungt fólk með barn á grunnskólaaldri er flutt í Árneshrepp. Já, það eitt og sér er frétt. Íbúum hefur fækkað hratt undanfarna áratugi, ekkert barn hefur búið í hreppnum í nokkur ár og skólinn því verið lokaður. Það er sárt fyrir hverja sveit. Önnur stórfrétt frá fámenna samfélaginu í fjallasalnum tignarlega á Ströndum er sú að þetta unga fólk hefur tekið við fjárbúi. Og þriðja og kannski besta fréttin er sú að annað barn er væntanlegt í sveitina og því tilefni til að hefja kennslu í Finnbogastaðaskóla á ný. Nýtt fólk. Nýir bændur. Hlæjandi börn.

Valhoppandi reyndar líka. Eða þannig lýsir Sigrún Sverrisdóttir dóttur sinni og Davíðs Más Bjarnasonar, Viktoríu. Að hún sé orkumikið náttúrubarn. Og hvar er þá betra í heimi hér að búa en einmitt í Árneshreppi?

„Hún vill helst vera að vísitera allt frábæra fólkið hérna alla daga! Þess á milli vill hún vera úti í náttúrunni …
Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár