Ungt fólk með barn á grunnskólaaldri er flutt í Árneshrepp. Já, það eitt og sér er frétt. Íbúum hefur fækkað hratt undanfarna áratugi, ekkert barn hefur búið í hreppnum í nokkur ár og skólinn því verið lokaður. Það er sárt fyrir hverja sveit. Önnur stórfrétt frá fámenna samfélaginu í fjallasalnum tignarlega á Ströndum er sú að þetta unga fólk hefur tekið við fjárbúi. Og þriðja og kannski besta fréttin er sú að annað barn er væntanlegt í sveitina og því tilefni til að hefja kennslu í Finnbogastaðaskóla á ný. Nýtt fólk. Nýir bændur. Hlæjandi börn.
Valhoppandi reyndar líka. Eða þannig lýsir Sigrún Sverrisdóttir dóttur sinni og Davíðs Más Bjarnasonar, Viktoríu. Að hún sé orkumikið náttúrubarn. Og hvar er þá betra í heimi hér að búa en einmitt í Árneshreppi?
„Hún vill helst vera að vísitera allt frábæra fólkið hérna alla daga! Þess á milli vill hún vera úti í náttúrunni …
Athugasemdir