Nýhættur að skúra þegar hann fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna

„Fang­ar hjart­að“ var skrif­að um Ljós­brot í Over­ly Ho­nest Movie Reviews – í einni af fjöl­mörg­um lof­sam­leg­um um­fjöll­un­um um mynd­ina – og þau orð lýsa henni vel. Mynd­in er nú sýnd á Ís­landi, um leið og hún fer sig­ur­för um heim­inn. „Ég geri það sem ég vil. Það hef­ur ver­ið mitt móttó,“ seg­ir leik­stjór­inn Rún­ar Rún­ars­son sem var á fyrsta ári í kvik­mynda­skóla þeg­ar hann var til­nefnd­ur til Ósk­ar­s­verð­laun­anna.

Nýhættur að skúra þegar hann fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna

Ljósbrot hlaut standandi lófaklapp sem opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Og nýverið var myndin útnefnd besta norræna kvikmyndin þegar hún hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Osló – fimmtu alþjóðlegu verðlaunin.

Við gerum það sem við þurfum að gera,segir Rúnar á sinn einlæga en þó ákveðna hátt þegar hann er spurður út í feril sinn.

Ég held að flest okkar sem vinnum í einhverju skapandi gerum það út af ástríðu, ekki veraldlegri praktík. Það er ekki sjálfgefið að svoleiðis gangi eftir til að byrja með. Maður á vini og kunningja sem eru rithöfundar, myndlistarmenn og tónlistarfólk – alls konar! Og veit að það er sama þótt fólk gangi líka í skóla að það er ekki sjálfgefið við útskrift að það geti haft í sig og á og átt einhvern feril. Það þýðir ekki endilega að listamaður sé ekki góður listamaður. Alls ekki! Oft og tíðum lít ég á …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár