Undrafæðan rauðrófa

Rauð­rófa er rót­argræn­meti og sitt sýn­ist hverj­um um bragð­gæði henn­ar en und­an­far­ið hafa vin­sæld­ir henn­ar auk­ist. Hún sést til að mynda á mat­seðli veit­inga­húsa, á sal­at­bör­um og í rauð­róf­usafa en rauð­róf­an býr yf­ir efn­um sem vís­inda­lega hef­ur ver­ið sýnt fram á að hafi góð áhrif á lík­am­lega heilsu, einkum hjarta­heilsu og þrek íþrótta­fólks.

Undrafæðan rauðrófa

Rauðrófa (beta vulgaris) eða rauðbeða eins og hún er líka kölluð, er tvíær, ber ávöxt fyrra árið en fræ það seinna, er rótargrænmeti og er skyld sykurrófu. Afbrigði rauðrófunnar óx villt fyrr á öldum meðfram ströndum víða í Evrópu og var notað sem lækningajurt og skyldi engan undra. Raurófa er afar rík af vítamínum, nítrötum og trefjum og hafa vísindarannsóknir gefið til kynna að hún hafi heilsueflandi áhrif. Virku efnin í rauðrófu sem einkum er sóst eftir eru nítröt og betalaín og er hægt að fá þau í ríkulegu magni í rauðrófusafa eða í hylkjum eða töflum sem innihalda rauðrófuduft.

Það voru rannsóknir á fæði fólks á Miðjarðarhafssvæðinu sem leiddi vísindamenn að rauðrófunni og heilsubætandi eiginleikum hennar. Tíðni dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á þessu svæði var ekki jafnhá og annars staðar í Evrópu. Fæði þessa fólks einkenndist af grænmeti og ávöxtum sem leiddi til vaxandi áhuga vísindamanna á …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SE
    Steinunn Eldflaug skrifaði
    Ekki má gleyma Borch, Úkraínskri súpu sem er gerð úr rauðrófum, hún er mjög holl og góð! mæli með að googla uppskriftir og prufa ;) Ath! hún á helst að vera svo þykk að sleifin standi beint uppí loftið ef hún er sett í pottinn
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár