Rauðrófa (beta vulgaris) eða rauðbeða eins og hún er líka kölluð, er tvíær, ber ávöxt fyrra árið en fræ það seinna, er rótargrænmeti og er skyld sykurrófu. Afbrigði rauðrófunnar óx villt fyrr á öldum meðfram ströndum víða í Evrópu og var notað sem lækningajurt og skyldi engan undra. Raurófa er afar rík af vítamínum, nítrötum og trefjum og hafa vísindarannsóknir gefið til kynna að hún hafi heilsueflandi áhrif. Virku efnin í rauðrófu sem einkum er sóst eftir eru nítröt og betalaín og er hægt að fá þau í ríkulegu magni í rauðrófusafa eða í hylkjum eða töflum sem innihalda rauðrófuduft.
Það voru rannsóknir á fæði fólks á Miðjarðarhafssvæðinu sem leiddi vísindamenn að rauðrófunni og heilsubætandi eiginleikum hennar. Tíðni dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á þessu svæði var ekki jafnhá og annars staðar í Evrópu. Fæði þessa fólks einkenndist af grænmeti og ávöxtum sem leiddi til vaxandi áhuga vísindamanna á …
Athugasemdir (1)