Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri líftæknifyrirtækisins Kerecis, er í 12. sæti hátekjulista Heimildarinnar 2023.
Guðmundur var með tæpar 75 milljónir í tekjur á mánuði og var þar að auki með rúmar 80 milljónir króna í fjármagnstekjur. Kerecis var í fyrra selt til danska stórfyrirtækisins Coloplast á rúmlega 175 milljarða króna en Guðmundur segir að söluhagnaður sinn komi ekki allur fram í tölunum.
„Ég er stoltur af öllum sköttum sem ég borga og þeim verðmætum sem Kerecis hefur skapað fyrir starfsmenn, fjárfesta og aðra sem að koma,“ segir hann.
Þrátt fyrir að vera í 12. sæti yfir tekjuhæstu skattgreiðendurna er Guðmundur í 7. sæti yfir hæstu greiddu skattana. Útskýrist það af því að stærstur hluti tekna hans voru launatekjur sem eru skattlagðar á töluvert hærra hlutfalli en fjármagnstekjur. Raunar eru margir ofarlega á hátekjulistanum sem greiða lítið í útsvar til sveitarfélags síns vegna þessa. Guðmundur greiddi hins vegar rúmar 133 …
Athugasemdir (1)