Þegar Friðgeir Jóhannes Kristjánsson, landvörður á Lónsöræfum, fór að gá að gamla kamrinum á svæðinu snemma í júlímánuði blasti við honum undarleg sjón. Tvær lappir stóðu út úr þríhyrndum kofanum sem hýsir kamarinn. Inni var hollensk kona, ekki að gera þarfir sínar heldur að mála útsýnið frá kamrinum.
Þetta var vætusamur dagur og konan, Kim Buisman, hafði leitað skjóls inni á kamrinum til þess að skapa þar list, en hún er myndlistarmaður – rétt eins og Friðgeir sjálfur. Þegar Friðgeir, sem hefur reynslu af því að standa í óhefðbundnum gallerírekstri – m.a. í stöðvarhúsi nálægt Langavatni í Reykjahverfi, var lagstur á koddann um kvöldið skaut niður í kollinn á honum hugmynd: „Væri ekki bara sniðugt að reyna að gera eitthvað úr þessu, henda í gallerí og lappa upp á kamarinn?“
Nokkrum dögum síðar opnaði svo fyrsta sýningin á gamla kamrinum …
Athugasemdir (1)