Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“

Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, kúabóndi og leikkona, var vígð sem goði á eftir Önnu. Hún stóð jafnglæsileg og Anna við klettaveginn klædd í sérsaumaðan hör- og ullarfatnað og með höfuðbúnað. Hún hélt á bók með texta í til að lesa tryggðamálin og missti hana. „Fall er fararheill,“ hugsaði blaðamaður. En hvernig brást Guðlaug við? „Ég hugsaði: „Frábært!“ Mig langaði svo að gera þetta fallegt og fullkomlega en svo bara: Come on!“ Allt gekk vel og falleg athöfnin hélt áfram og í kvöldsólinni hélt svo fólk í Ásatrúarfélaginu og gestir að tjaldi þar sem boðið var upp á grill.

Guðlaug Elísabet fermdist á sínum tíma en hún segist ekki hafa viljað fermast. „Mér var hins vegar gert það alveg ljóst að það væri ekkert annað í boði. Ég lét þetta yfir mig ganga.“

Hún segir að sér hafi lengi fundist ásatrúin vera forvitnileg, sjálfsagt síðan á menntaskólaárunum. Þá var Sveinbjörn Beinteinsson …

Kjósa
58
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingunn Einarsdóttir skrifaði
    Tanngrisnir og tanngnjóstur draga vagn Þórs, ekki Óðins.
    3
    • BG
      Benedikt Garðarsson skrifaði
      Ég hugsa að Guðlaug hafi mismælt sig, er það ekki?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár