Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, kúabóndi og leikkona, var vígð sem goði á eftir Önnu. Hún stóð jafnglæsileg og Anna við klettaveginn klædd í sérsaumaðan hör- og ullarfatnað og með höfuðbúnað. Hún hélt á bók með texta í til að lesa tryggðamálin og missti hana. „Fall er fararheill,“ hugsaði blaðamaður. En hvernig brást Guðlaug við? „Ég hugsaði: „Frábært!“ Mig langaði svo að gera þetta fallegt og fullkomlega en svo bara: Come on!“ Allt gekk vel og falleg athöfnin hélt áfram og í kvöldsólinni hélt svo fólk í Ásatrúarfélaginu og gestir að tjaldi þar sem boðið var upp á grill.
Guðlaug Elísabet fermdist á sínum tíma en hún segist ekki hafa viljað fermast. „Mér var hins vegar gert það alveg ljóst að það væri ekkert annað í boði. Ég lét þetta yfir mig ganga.“
Hún segir að sér hafi lengi fundist ásatrúin vera forvitnileg, sjálfsagt síðan á menntaskólaárunum. Þá var Sveinbjörn Beinteinsson …
Athugasemdir (2)