Einfaldleikinn er oft lykillinn að tilganginum.
Það er einn af fjölmörgum lærdómum sem hjónin Guðjón Svansson og Vala Mörk drógu á ferðalagi fjölskyldunnar um svokölluðu bláu svæði heimsins fyrir fimm árum.
Hugtakið, Bláu svæðin (e. Blue zones), er hugarsmíði Dan Buettner, blaðamanns hjá National Geographic. Buettner hefur ferðast víða og tók eftir á flakki sínu um heiminn að á ákveðnum svæðum var tíðni langvinnra sjúkdóma lægri en annars staðar og langlífi einkenndi íbúa. Um aldamótin 2000 lá leið hans til Okinawa í Japan þar sem hann rannsakaði langlífi eyjaskeggja.
Í kjölfarið lagðist hann í rannsóknarvinnu ásamt teymi vísindamanna og lýðfræðinga sem rannsökuðu hvað þessi svæði áttu sameiginlegt. Til urðu Bláu svæðin, fimm afmarkaðir staðir í heiminum sem eiga það sameiginlegt að langlífi og góð heilsa haldast í hendur. Bláu svæðin eru Loma Linda í Kaliforníu, Nicoya-skaginn í Kosta Ríka, japanska eyjan Okinawa, ítalska eyjan Sardinía og gríska eyjan Íkaría. …
Athugasemdir (6)