Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Einfaldara líf eftir ferðalag um bláu svæði heimsins

Guð­jón Svans­son og Vala Mörk ferð­uð­ust ásamt yngri son­um sín­um tveim­ur um heim­inn og upp­götv­uðu leynd­ar­dóma bláu svæð­anna svo­köll­uðu, svæða þar sem lang­lífi og góð heilsa hald­ast í hend­ur. Ferða­lag­ið var skemmti­legt, erfitt, for­vitni­legt og lær­dóms­ríkt. Og breytti lífi þeirra.

Einfaldara líf eftir ferðalag um bláu svæði heimsins
Styrkleikar heimsins Hjónin Gaui og Vala segja ferðuðust um bláu svæði heimsins þar sem góð heilsa og langlífi haldast í hendur. Þau segja alla getað tileinkað sér lífsvenjur bláu svæðanna, eina sem þarf að gera er að finna hvar styrkleikar manns liggja. Mynd: Golli

Einfaldleikinn er oft lykillinn að tilganginum.

Það er einn af fjölmörgum lærdómum sem hjónin Guðjón Svansson og Vala Mörk drógu á ferðalagi fjölskyldunnar um svokölluðu bláu svæði heimsins fyrir fimm árum. 

Hugtakið, Bláu svæðin (e. Blue zones), er hugarsmíði Dan Buettner, blaðamanns hjá National Geographic. Buettner hefur ferðast víða og tók eftir á flakki sínu um heiminn að á ákveðnum svæðum var tíðni langvinnra sjúkdóma lægri en annars staðar og langlífi einkenndi íbúa. Um aldamótin 2000 lá leið hans til Okinawa í Japan þar sem hann rannsakaði langlífi eyjaskeggja. 

Í kjölfarið lagðist hann í rannsóknarvinnu ásamt teymi vísindamanna og lýðfræðinga sem rannsökuðu hvað þessi svæði áttu sameiginlegt. Til urðu Bláu svæðin, fimm afmarkaðir staðir í heiminum sem eiga það sameiginlegt að langlífi og góð heilsa haldast í hendur. Bláu svæðin eru Loma Linda í Kaliforníu, Nicoya-skaginn í Kosta Ríka, japanska eyjan Okinawa, ítalska eyjan Sardinía og gríska eyjan Íkaría. …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margret Sæmundsdóttir skrifaði
    Frôðleg grein
    0
  • Sigtryggur Jónsson skrifaði
    Allt gott og blessað að öðru leyti en því að það er afar langt frá því að nokkurt þessara svæða sé nálægt miðbaug.
    1
    • Arnljótur Sigurjónsson skrifaði
      Til HAMINGJU !
      0
    • Arnljótur Sigurjónsson skrifaði
      Til HAMINGJU !
      0
    • Arnljótur Sigurjónsson skrifaði
      Til HAMINGJU !
      0
    • PH
      Pétur Hilmarsson skrifaði
      Það er búið að taka miðbauginn út úr vefútgáfunni en fólk getur lesið þetta á pappírsútgáfunni. Einnig var sagt (sem hefur líka verið tekið út úr vefútgáfunni) að þessi svæði væru "harðbýl" líkt og Ísland!!
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár