Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Albert Guðmundsson ákærður fyrir kynferðisbrot

Knatt­spyrnu­mað­ur­inn Al­bert Guð­munds­son hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot, tæpu ári eft­ir að kæra á hend­ur hon­um var fyrst gef­in út í sama máli. Þing­hald verð­ur lok­að.

Albert Guðmundsson ákærður fyrir kynferðisbrot
Landsliðsmaður Albert Guðmundsson í leik íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í mars, þegar mál hans hafði verið fellt niður. Hann var ekki í landsliðshópnum sem mætti Englandi og Hollandi í vináttulandsleikjum í júní, þegar niðurfellingin hafði verið kærð. Ákæra á hendur honum hefur nú verið gefin út að nýju. Mynd: AFP

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður ítalska liðsins Genoa, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Þetta hefur DV eftir Arnþrúði Þórarinsdóttur saksóknari. 

Tæpt ár er síðan orðrómur fór á kreik um meint brot Al­berts Guð­munds­son­ar lands­liðs­manns. Stjórn KSÍ var til­kynnt um það án þess að hann væri nafn­greind­ur. Albert var fyrst kærður fyrir kynferðisbrot í ágúst í fyrra. Héraðssaksóknari felldi málið niður í febrúar þar sem málið var talið ólíklegt til sakfellingar. Niðurfelling málsins var kærð til ríkissaksóknara og óskaði Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert, eftir að niðurfellingin sæti endurskoðun. 

Albert sendi frá sér stutta yfirlýsingu vegna málsins í ágúst þar sem segir: „Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar.“ 

Ákæra hefur nú verið gefin út á ný af héraðssaksóknara. Lokað þinghald verður í málinu. Ekki liggur fyrir hvenær þinghald hefst en gera má ráð fyrir að það verði með haustinu. 

Ljóst er að verk­ferl­ar inn­an KSÍ þeg­ar kem­ur að meint­um of­beld­is­brot­um leik­manna hafa ver­ið tekn­ir til gagn­gerr­ar end­ur­skoð­un­ar síð­an Guðni Bergs­son þurfti að segja af sér sem formað­ur KSÍ eft­ir að hafa log­ið vegna slíkra mála. Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, þáverandi formaður KSÍ, vildi ekki ræða við Heimildina síðasta haust hvort end­ur­tekn­ar kær­ur vegna kyn­ferð­is­brota gegn lands­liðs­mönn­um hafi nei­kvæð áhrif á ímynd þess.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár