Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Sjö leiðir að langlífi

Frá ör­ófi alda hef­ur mann­fólk­ið reynt að finna leið­ir að lang­lífi. Það þyk­ir heill­andi að lifa lengi og okk­ur er sí­fellt að tak­ast að lifa ör­lít­ið leng­ur. En hver er lyk­ill­inn að lang­lífi? Ef nið­ur­stöð­um ým­issa rann­sókna er hrúg­að sam­an er þetta nið­ur­stað­an:

Sjö leiðir að langlífi
Listin að eldast Það er ákveðin list að feta veginn að langlífi. Mynd: Golli

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að regluleg hreyfing auki lífslíkur. Hver rannsóknin á fætur annarri styður það. Líkamleg hreyfing stuðlar að bættri heilsu fyrir hjarta- og æðakerfið og styrkir vöðva, svo fátt eitt sé nefnt. „Ef við verjum hluta af fullorðinsárum okkar í að byggja upp vöðvamassa, styrk, jafnvægi og úthald skilar það sér eftir því sem líkaminn eldist,“ segir dr. Anna Chang, öldrunarlæknir og prófessor við Háskólann í Kaliforníu. Hreyfingin þarf ekki að vera áköf. 20 mínútna ganga á dag getur til dæmis verið gagnleg. Ganga er vanmetin þjálfun, rétt eins og sjúkraþjálfarinn Gauti Grétarsson ræddi í viðtali við Heimildina.  

Skiptar skoðanir eru um mataræði og heilsusamlegan ábata þess, bæði þegar kemur að rannsóknum og tískubylgjum. Flestar rannsóknir sammælast þó um að forðast beri unna matvöru. Ef litið er …

Kjósa
50
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Að ganga úti nokkra km. á dag bjargar öllu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár