Ég er staddur á hótelherbergi, klukkan er korter yfir þrjú og ég er nýbúinn að ljúka samtali við rétt rúmlega áttræða móður mína er ég heyri þrjá háværa hvelli úr fjarska. Ég stend upp og lít út um gluggann til að athuga hvort ég sjái reyk stíga upp í nágrenninu. Þá er eins og ég heyri lágan þotunið sem hækkar skyndilega í tíðni og hávaða og verður að ærandi skræk á um tveimur sekúndum. Ég tek á rás eins hratt og fætur toga í átt að ganginum við herbergisdyrnar og rétt næ að henda mér í jörðina áður en sprengihvellurinn dynur og hristir húsið til.
Það var þann 22. júní sem Rússar gerðu loftárás á úkraínsku borgina Kharkiv með fjórum svifsprengjum. Alls lentu 35 slíkar sprengjur í Karkhiv-héraði þann daginn, líkt og dagana þar á undan og eftir.
Alls hafa Rússar varpað 2.400 svifsprengjum síðan í júní, þar af 700 …
Athugasemdir