Ég næ að henda mér niður rétt fyrir hvellinn
Sprenging í Kharkiv Slökkviliðið slekkur í síðustu glæðunum. Fyrstu þrjár hæðirnar féllu saman í sprengingunni, næstu tvær féllu daginn eftir. Mynd: Óskar Hallgrímsson
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ég næ að henda mér niður rétt fyrir hvellinn

Ljós­mynd­ar­inn Ósk­ar Hall­gríms­son var á vett­vangi spreng­ing­ar í Kharkiv-borg­inni í Úkraínu í vik­unni og kom að konu lát­inni. Hann lýs­ir spreng­ing­unni, að­stæð­um á vett­vangi og því sem tók við í kjöl­far­ið.

Ég er staddur á hótelherbergi, klukkan er korter yfir þrjú og ég er nýbúinn að ljúka samtali við rétt rúmlega áttræða móður mína er ég heyri þrjá háværa hvelli úr fjarska. Ég stend upp og lít út um gluggann til að athuga hvort ég sjái reyk stíga upp í nágrenninu. Þá er eins og ég heyri lágan þotunið sem hækkar skyndilega í tíðni og hávaða og verður að ærandi skræk á um tveimur sekúndum. Ég tek á rás eins hratt og fætur toga í átt að ganginum við herbergisdyrnar og rétt næ að henda mér í jörðina áður en sprengihvellurinn dynur og hristir húsið til.  

Það var þann 22. júní sem Rússar gerðu loftárás á úkraínsku borgina Kharkiv með fjórum svifsprengjum. Alls lentu 35 slíkar sprengjur í Karkhiv-héraði þann daginn, líkt og dagana þar á undan og eftir. 

Alls hafa Rússar varpað 2.400 svifsprengjum síðan í júní, þar af 700 …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi í Úkraínu

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu

„Her­mað­ur­inn í mér var alltaf til stað­ar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár