Fréttamyndir af mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund við Skuggasund föstudaginn 31. maí vöktu óhug hjá listmálaranum Þrándi Þórarinssyni. Um hundrað manns voru þar samankomin til að mótmæla aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda vegna þjóðarmorðs á palestínsku þjóðinni af hendi Ísrael.
Á mynd af mótmælunum ákvað Þrándur að stilla upp þremur manneskjum, tveimur lögregluþjónum og palestínskum manni berandi palestínska fánann á meðan hann er úðaður með piparúða. Tveir lögreglumenn á móti einum manni sýnir að sögn Þrándar valdaójafnvægið í gjörningnum.
Lögreglan beitti piparúða á Palestínumann
Þrándur valdi þetta augnablik og þennan ramma meðal annars vegna þess að honum fannst framkoma Qussay Odeh, mannsins sem bar fánann, „hetjuleg“, eins og Þrándur orðaði það við Heimildina. „Hann stóð þarna með þennan fána og var með enga ógnandi tilburði eða neitt þannig við lögregluna,“ segir Þrándur og bætir við: „Líka sú staðreynd að þeir hafi gert þetta við Palestínumann á meðan það er verið að fara svona …
Athugasemdir (2)