Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
Bankasýslan lögð niður Rúmlega tvö ár eru síðan að tilkynnt var að Bankasýsla ríkisins, sem stýrt er af Jóni Gunnari Jónssyni, yrði lögð niður. Bjarni Benediktsson er einn þriggja ráðherra sem setið hafa í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem stofnunin heyrir undir, á þeim tíma. Hin eru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Þáverandi forsvarsmenn stjórnarflokkanna gáfu út yfirlýsingu 19. apríl 2022. Yfirlýsingin var viðbragð við mikilli ólgu í samfélaginu vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið nokkrum vikum áður. Þá var 22,5 prósent hlutur í bankanum seldur í lokuðu útboði til valinna fjárfesta. Í yfirlýsingunni var meðal annars greint frá því að Bankasýsla ríkisins, stofnunin sem sá um framkvæmd sölunnar og hannaði söluferlið, yrði lögð niður. Rúm tvö ár eru síðan að yfirlýsingin var birt og Bankasýslan er enn starfandi. Í frumvarpi sem er nú til meðferðar á Alþingi, og snýr að frekari ráðstöfun á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, er sérstaklega tekið fram að stofnunin fái ekki að koma að næstu skrefum í söluferlinu. 

Samkvæmt heimasíðu Bankasýslunnar er Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, eini starfsmaður stofnunarinnar. Hún hefur víðtækari hlutverk en einungis það að selja hluti í bönkum ríkisins. Bankasýslan fer líka með eignarhluti ríkisins og beitir sér …

Kjósa
89
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • David Olafson skrifaði
    logos vinnur fyrir bankasýslu ríkisins med løgfrædi fabriku 30 miljónir eru bara dropi í havi midad vid hvad vid borgum logos løgfrædi tjónustu og fyrir hvad borgum vid logos
    1
  • Olafur Kristjansson skrifaði
    Ekki er lyktin góð frekar en vanalega.
    6
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Er ekki venja að þegar fyrirtæki sé lokað, að starfsfólki sé sagt upp? Það geti haldið áfram að eyða fé úr ríkissjóði eins og enginn sé morgundagurinn. Eða gleymdist að segja starfsfólkinu upp?
    9
    • Jón Baldur Þorbjörnsson skrifaði
      Gæti verið að vanhæfir starfsmenn séu líka að skammta sér starfslokagreiðslur fyrir að leggja stofnunina niður og segja sjálfum sér upp? -Spyr sá sem ekki veit, kannski vegna ógagnsæis í öllu þessu leikriti.
      8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár