Framtíðarskólastofan er úti í náttúrunni, ekki við tölvuskjá í skólastofu. Þannig sér dr. Jakob Frímann Þorsteinsson, nýdoktor í menntavísindum, kennslu fyrir sér í nánustu framtíð. Í vor varði Jakob doktorsritgerð sína við Deild menntunar og margbreytileika í Háskóla Íslands. Sérsvið hans er útimenntun og í doktorsritgerð sinni greinir hann möguleika útimenntunar á Íslandi.
„Útimenntun sem fag er enn þá í mótun á Íslandi. Þegar við erum að „hugtaka“ heiminn þá erum við að flokka heiminn í námsgreinar, en svo er svo margt sem fellur á milli námsgreina. Þetta er bara hugarsmíð okkar,“ segir Jakob. Fyrstu heimildir um útimenntun á Íslandi er að finna í hugmyndum um skólastarf á upphafsárum 20. aldar. „Það voru vorskólar og talað um gildi þess fyrir nemendur að fara í svokallaðar skólagöngur til að upplifa náttúruna. Við notuðum önnur orð um þetta en við vorum að tala um þessi tengsl við samfélagið og náttúruna. Hugmyndin um …
Athugasemdir