Skjóta er ný gaman-, gjörninga- og samtímaópera sem er jafnlöng og fótboltaleikur. Óperan, sem er frumsýnd í kvöld, fjallar um hvernig hálfleikur í fótbolta getur verið myndlíking fyrir tíma ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Höfundur óperunnar er Sigrún Gyða Sveinsdóttir myndlistarmaður, sem fer fyrir gjörninga- og sviðslistahópnum Tvöföldum túrbó í sælunni (TTS), sem samanstendur af ólíkum einstaklingum á sviði leikhúss, myndlistar, tónlistar, hönnunar og loftslagsgæða.
„Ég hef verið að vinna með loftslagsbreytingar og um endurnýjun tímans og hvað við manneskjurnar erum litlar og ómerkilegar í sögu tíma jarðarinnar,“ segir Sigrún Gyða, sem hefur áður unnið með íþróttir í listsköpun sinni, til að mynda í óperunni Hlaupa. „Ég er mjög hrifin af íþróttum hvað varðar hvatningu og liðsheild og fór þar af leiðandi að hugsa um hvaða íþrótt ég gæti talað um loftslagsbreytingar í gegnum og hvort ég gæti gert það á annað borð. Það leiddi mig að fótbolta sem er náttúrlega …
Athugasemdir