Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Þegar hinn 11 ára gamli Yazan Aburajab Tamimi mætti í Hamraskóla í fyrsta sinn síðasta haust beið hans bréf þar sem krakkarnir í bekknum hans buðu hann velkominn. Bréfinu fylgdu tvö tuskudýr, annað hvítt og hitt appelsínugult. Yazan var hissa. Það var langt síðan honum hafði liðið eins og hann væri velkominn. „Þið hljótið að hafa farið með mig til himnaríkis,“ sagði Yazan við foreldra sína, Ferial og Mohsen.

Í heimalandinu, Palestínu, hafði Yazan verið úthýst úr skólanum og hann hafði helst ekki viljað hitta vini eða ættingja af ótta við það hvað þeim myndi finnast um hann af þeirri ástæðu að hann var hættur að geta gengið.

Það hafði hann ekki gert síðan hann féll á kné á heimili fjölskyldunnar í Palestínu nokkrum dögum eftir níu ára afmælið sitt. „Ég finn ekki fyrir fótleggjunum mínum,“ hafði hann æpt á foreldra sína.

Þau reyndu að róa drenginn sinn niður en …

Kjósa
60
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, hvað segir hann um svona aðferðafræði.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ráðamenn virðast blindir er mannsal fer fram.
    Getur verið að einverjir á þeim bæ hugnist það.

    Hér þarf einungis ástúð sem foreldrar veita.

    Er mannvonska ráðandi hjá ráðamönnum?
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Haldið áfram að hjálpa þessu blessaða barni, ekki síður foreldrunum!
    8
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er til skammar, þetta folk stendur i Erfiðum malum og kvi ekki að lofa þeim að vera um kyrt a Islandi. Það er Fasistalikt af þessi mali og það illa ræður ferðini i þessu mali. Grimd og illgirni eru þarna a ferðini. Lofum þessu folki að vinna ur sorginni a Islandi. Brottvisun er lugaleg vinnubrögð
    7
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Það er sem vanti alla mennsku í það fólk sem þarna heldur um tauma.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár