Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

OK til bjargar Coop

Danska versl­ana­sam­steyp­an Coop hef­ur um langa hríð glímt við rekstr­ar­erf­ið­leika. Margs kon­ar hag­ræð­ing­ar hafa ekki dug­að til að koma rekstr­in­um í við­un­andi horf. Nú hef­ur orku­fyr­ir­tæk­ið OK ákveð­ið að koma Coop til bjarg­ar og legg­ur til veru­legt fjár­magn.

Á allmörgum undanförnum árum hafa af og til birst í dönskum fjölmiðlum fréttir af erfiðleikum í rekstri Coop. Ástæðurnar eru margar, meðal annars þær að Coop hefur um áratuga skeið rekið verslanir í smábæjum og byggðarkjörnum víða um land sem hafa ekki getað keppt við stærri verslanir, sem bjóða lægra verð. Bættar samgöngur og aukin bílaeign valda því að viðskiptavinirnir setja ekki fyrir sig að keyra drjúgan spöl til að komast í stærri verslanir þar sem úrvalið er meira en hjá „kaupmanninum á horninu“ og verðið hagstæðara. Samkeppnin er hörð enda verslanir í landinu allt of margar miðað við íbúafjöldann að mati sérfræðinga í verslunarrekstri. 

Rekstur Salling group, sem rekur fjölmargar verslanir undir ýmsum nöfnum, m.a. Netto, Føtex og Bilka, hefur gengið vel og auk þess hafa komið til sögunnar ný fyrirtæki sem róa á sömu mið ef svo mætti að orði komast. Þar má nefna Rema 1000 sem rekur nú um það bil 400 verslanir og þýska fyrirtækið Lidl með um það bil 160 verslanir. 

Coop-samsteypan rekur samtals tæplega eitt þúsund verslanir og starfsmenn eru um það bil 40 þúsund.

Löng saga

Í ársbyrjun 1896 urðu til, undir forystu nokkurra kaupmanna á Jótlandi, samtök sem fengu nafnið „Fællesforeningen for Danmarks Brugsforeninger“, sem allar götur síðan hefur gengið undir skammstöfuninni FDB.

Jósku kaupmennirnir höfðu um nokkurra ára skeið sameinast um kaup á ýmsum vörutegundum. Ári eftir stofnunina komu fyrstu vörurnar sem framleiddar voru undir merkjum FDB á markaðinn. Það var kaffi, hét einfaldlega FDB kaffi, fyrstu árin voru tvær tegundir í boði en þeim fjölgaði fljótlega og kaffið fékk annað heiti, Cirkel. Þetta kaffi er enn á markaðnum og auglýsingaplakat fyrir kaffið er eitt þekktasta sinnar gerðar í Danmörku. 

Auglýsingin frægaCirkel kaffe er enn framleitt og hið gamla auglýsingaspjald er fyrir löngu orðið klassík.

Á næstu árum og áratugum voru fjölmargar vörur framleiddar undir merkjum FDB, stærstur hluti framleiddur í verksmiðjum samtakanna í Viby hverfinu í Árósum, verksmiðjusvæðið var 55 þúsund fermetrar. Eftir miðja síðustu öld fór smám saman að draga úr þessari framleiðslu og henni var að mestu hætt fyrir síðustu aldamót. Sumar vörurnar, til dæmis kaffið, eru þó enn framleiddar.

Neytendablað og húsgögn

Fyrir rúmu ári skrifaði höfundur þessa pistils grein í Heimildina um sögu Coop og þau dökku ský sem þá voru að hrannast upp í rekstrinum. Þar var meðal annars sagt frá tímariti samtakanna og framleiðslu húsgagna og þessi umfjöllun er endurbirt hér.

Fyrir fólkiðFDB-húsgögnin voru mjög vinsæl en halla fór undan fæti þegar verslanir á borð við IKEA komu á markaðinn og buðu betur.

Árið 1928 hóf FDB útgáfu tímarits um neytendamál. Það hét Brugsforenings-Bladet en nafninu var síðar breytt og heitir nú Samvirke. Í blaðinu er fjallað um neytendamál á breiðum grunni og Samvirke er, samkvæmt könnunum Gallup, eitt mest lesna og trúverðugasta tímarit landsins.

Árið 1940 var hinn þekkti arkitekt Børge Mogensen ráðinn til að veita forstöðu teiknistofu sem FDB ákvað að setja á laggirnar. Þar átti að hanna húsgögn handa dönskum fjölskyldum, húsgögnin áttu að vera einföld og á viðráðanlegu verði en jafnframt sterk og endingargóð. Framleiðsla hófst árið 1945 og húsgögnin nutu strax mikilla vinsælda. Um sama leyti og sala húsgagnanna hófst lét FDB gera 25 mínútna langa auglýsingamynd sem sýnd var í kvikmyndahúsum, hún hét „En lys og lykkelig fremtid“.

Aðalpersónurnar eru ungt par sem er að byrja búskap en er í vandræðum með að velja húsgögn í íbúðina. Þegar unga fólkið sér FDB húsgögnin er vandinn leystur og parið er sannfært um að þess bíði „björt og gæfurík framtíð“. Børge Mogensen lét af störfum yfirmanns teiknistofunnar árið 1950 en í kjölfar hans komu aðrir þekktir danskir húsgagnahönnuðir, þar á meðal Poul Volther. 

Auglýsing FDB

Teiknistofunni var lokað árið 1968 en húsgögnin voru framleidd til ársins 1980. Þá voru breyttir tímar, úrval ódýrra húsgagna hafði aukist til muna, ekki síst eftir að IKEA opnaði verslanir í Danmörku, þá fyrstu árið 1969.

Árið 2013 ákvað FDB að setja á markaðinn nokkur þeirra húsgagna sem áður voru framleidd á verkstæðum fyrirtækisins. Og það var eins og við manninn mælt, húsgögnin rokseldust og nú rekur FDB fleiri en 10 verslanir í Danmörku og húsgögnin auk þess seld í mörgum öðrum húsgagnaverslunum. Auk húsgagna „gömlu meistaranna“ framleiðir FDB nú líka húsgögn yngri hönnuða.

Þess má geta að fyrir fáum árum kom út bók um sögu FDB-húsgagnanna, hún ber sama nafn og auglýsingamyndin frá 1945, „En lys og lykkelig fremtid“.

Blikur á lofti

Eins og nefnt var í upphafi þessa pistils hefur Coop um árabil glímt við erfiðleika í rekstrinum. Í byrjun febrúar á síðasta ári var tilkynnt að 17 af 65 Irmu-verslunum yrði lokað en hinar 48 framvegis reknar undir öðrum nöfnum Coop en Irmu-verslanirnar keypti Coop árið 1982. Skýringin á þessari breytingu var sögð sú að Irma væri of lítil rekstrareining.

KjörbúðVerslanir sem nú eru kallaðar 365discount hétu áður Fakta. Þetta er ekki eina nafnabreytingin sem farið hefur verið í.

Þá lá einnig fyrir að verslanir sem reknar voru undir nafninu Fakta hyrfu af sjónarsviðinu, í staðinn kæmu verslanir sem nefndust 365discount. Ætlunin var að Coop ræki framvegis þrjár verslanakeðjur, Kvickly, SuperBrugsen og 365discount, DagligBrugsen-verslanirnar myndu hverfa. Um líkt leyti var greint frá því að Coop hefði selt húseignir víða um land fyrir um einn milljarð danskra króna og í lok mars á síðasta ári var svo greint frá því að Coop hefði selt eignir og landspildu í Albertslund, skammt frá Kaupmannahöfn, fyrir einn milljarð danskra króna.

Nafnabreytingasirkusinn

Á síðasta ári kom í ljós að fjárhagsvandræði Coop-samstæðunnar væru meiri og alvarlegri en flestum var kunnugt um. Danir höfðu varla áttað sig á „nýju“ nöfnunum á verslunum þegar tilkynnt var um enn eina breytinguna. Nú skyldu allar verslanir samstæðunnar bera nöfnin Coop. Hin gamalgrónu nöfn Kvickly og SuperBrugsen áttu að hverfa. Danirnir klóruðu sér í kollinum yfir þessum breytingum, „ný og betri rekstraráætlun“ sagði forstjórinn Kræn Østergård Nielsen. Hafi einhverjir gert sér í hugarlund að nú væri þessum sífelldu nafnabreytingum lokið reyndist það ekki alveg svo.

OK kemur til sögunnar

Hinn 12. apríl síðastliðinn bárust nýjar fréttir úr höfuðstöðvum Coop. Danskir fjölmiðlar kölluðu tilkynninguna stórfrétt. Í fyrsta lagi, og það sem mesta athygli vakti, var að orkusölufyrirtækið OK myndi koma með 2 milljarða danskra króna (40 milljarða íslenska) inn í reksturinn. Í öðru lagi yrði ekkert úr „stóru nafnabreytingunni“, eins það var kallað, nöfnin Kvickly og SuperBrugsen, ásamt gamla Brugsen-nafninu yrðu áfram á sínum stað. Og í þriðja lagi að skipt yrði um forstjóra. Mesta athygli vakti fréttin um að OK væri að ganga til liðs við Coop.

OKFélagið OK rekur m.a. bensínstöðvar. Það á nú stóran hlut í Coop-samsteypunni og mun fá að ráða miklu um framtíð verslana sem undir hana heyra.

Í tilkynningunni kom fram að OK fengi jafnframt mikil völd varðandi alla ákvarðanatöku hjá Coop, bestemmende indflydelse, eins og það var orðað. Þegar forsvarsmenn OK voru spurðir hvers vegna fyrirtækið hefði tekið ákvörðun um að koma til liðs við Coop var svar forstjórans einfalt: „OK fyrirtækið stendur vel, við höfum lengi verið í samvinnu við Coop varðandi staðsetningu bensínstöðva okkar og viljum gjarnan styrkja þessa samvinnu.“ 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
1
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
2
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
4
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“
Lára Guðrún Jóhönnudóttir
6
Pistill

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Þrílita Bom­b­an sem ann­ast sinn græna reit

Hún lif­ir líf­inu á eig­in for­send­um. Rútína er henn­ar ástartungu­mál og hún geng­ur um ver­öld­ina með sitt með­fædda sjálfs­traust. Eng­inn veit hvað hún er göm­ul í raun og veru þó ýms­ar kenn­ing­ar séu á kreiki. Hún þarf ekki vega­bréf og hef­ur eng­an kosn­inga­rétt. Hún býr við tals­vert áreiti vegna ein­stakr­ar feg­urð­ar og henn­ar lipru hreyf­ing­ar, sem eru ávallt með til­þrif­um,...
Þróttur ætlar ekki að gefa eftir svæði undir nýjan unglingaskóla í Laugardal
7
Fréttir

Þrótt­ur ætl­ar ekki að gefa eft­ir svæði und­ir nýj­an ung­linga­skóla í Laug­ar­dal

Það log­ar allt í Laug­ar­daln­um eft­ir U-beygju Reykja­vík­ur­borg­ar um fram­tíð skóla­mála í hverf­inu. Fall­ið hef­ur ver­ið frá áform­um um að stækka þrjá grunn­skóla og þess í stað á að byggja nýj­an ung­linga­skóla í Daln­um. Á með­al þeirra lóða sem borg­in skoð­ar að byggja á er lóð sem kall­ast „Þrí­hyrn­ing­ur­inn“ og Þrótt­ur tel­ur sig hafa full yf­ir­ráð. Fé­lag­ið ætl­ar ekki að láta lóð­ina eft­ir.
Úttekt og úrbætur til að Akureyrarbær „geri ekki mistök“ í þjónustu við fatlaða
9
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

Út­tekt og úr­bæt­ur til að Ak­ur­eyr­ar­bær „geri ekki mis­tök“ í þjón­ustu við fatl­aða

Vel­ferð­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar hef­ur fal­ið sviðs­stjóra vel­ferð­ar­sviðs að láta gera óháða út­tekt á verk­ferl­um bæj­ar­fé­lags­ins þeg­ar kem­ur að rétt­inda­gæslu fyr­ir fatl­að fólk og að í kjöl­far­ið verði gerð­ar til­lög­ur að úr­bót­um. Mál­ið var tek­ið fyr­ir á fundi ráðs­ins í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um mál Sveins Bjarna­son­ar sem bjó í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar í fimmtán ár.
Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
10
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
7
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
8
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Grátrana sást á Vestfjörðum
9
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár