OK til bjargar Coop

Danska versl­ana­sam­steyp­an Coop hef­ur um langa hríð glímt við rekstr­ar­erf­ið­leika. Margs kon­ar hag­ræð­ing­ar hafa ekki dug­að til að koma rekstr­in­um í við­un­andi horf. Nú hef­ur orku­fyr­ir­tæk­ið OK ákveð­ið að koma Coop til bjarg­ar og legg­ur til veru­legt fjár­magn.

Á allmörgum undanförnum árum hafa af og til birst í dönskum fjölmiðlum fréttir af erfiðleikum í rekstri Coop. Ástæðurnar eru margar, meðal annars þær að Coop hefur um áratuga skeið rekið verslanir í smábæjum og byggðarkjörnum víða um land sem hafa ekki getað keppt við stærri verslanir, sem bjóða lægra verð. Bættar samgöngur og aukin bílaeign valda því að viðskiptavinirnir setja ekki fyrir sig að keyra drjúgan spöl til að komast í stærri verslanir þar sem úrvalið er meira en hjá „kaupmanninum á horninu“ og verðið hagstæðara. Samkeppnin er hörð enda verslanir í landinu allt of margar miðað við íbúafjöldann að mati sérfræðinga í verslunarrekstri. 

Rekstur Salling group, sem rekur fjölmargar verslanir undir ýmsum nöfnum, m.a. Netto, Føtex og Bilka, hefur gengið vel og auk þess hafa komið til sögunnar ný fyrirtæki sem róa á sömu mið ef svo mætti að orði komast. Þar má nefna Rema 1000 sem rekur nú um það bil 400 verslanir og þýska fyrirtækið Lidl með um það bil 160 verslanir. 

Coop-samsteypan rekur samtals tæplega eitt þúsund verslanir og starfsmenn eru um það bil 40 þúsund.

Löng saga

Í ársbyrjun 1896 urðu til, undir forystu nokkurra kaupmanna á Jótlandi, samtök sem fengu nafnið „Fællesforeningen for Danmarks Brugsforeninger“, sem allar götur síðan hefur gengið undir skammstöfuninni FDB.

Jósku kaupmennirnir höfðu um nokkurra ára skeið sameinast um kaup á ýmsum vörutegundum. Ári eftir stofnunina komu fyrstu vörurnar sem framleiddar voru undir merkjum FDB á markaðinn. Það var kaffi, hét einfaldlega FDB kaffi, fyrstu árin voru tvær tegundir í boði en þeim fjölgaði fljótlega og kaffið fékk annað heiti, Cirkel. Þetta kaffi er enn á markaðnum og auglýsingaplakat fyrir kaffið er eitt þekktasta sinnar gerðar í Danmörku. 

Auglýsingin frægaCirkel kaffe er enn framleitt og hið gamla auglýsingaspjald er fyrir löngu orðið klassík.

Á næstu árum og áratugum voru fjölmargar vörur framleiddar undir merkjum FDB, stærstur hluti framleiddur í verksmiðjum samtakanna í Viby hverfinu í Árósum, verksmiðjusvæðið var 55 þúsund fermetrar. Eftir miðja síðustu öld fór smám saman að draga úr þessari framleiðslu og henni var að mestu hætt fyrir síðustu aldamót. Sumar vörurnar, til dæmis kaffið, eru þó enn framleiddar.

Neytendablað og húsgögn

Fyrir rúmu ári skrifaði höfundur þessa pistils grein í Heimildina um sögu Coop og þau dökku ský sem þá voru að hrannast upp í rekstrinum. Þar var meðal annars sagt frá tímariti samtakanna og framleiðslu húsgagna og þessi umfjöllun er endurbirt hér.

Fyrir fólkiðFDB-húsgögnin voru mjög vinsæl en halla fór undan fæti þegar verslanir á borð við IKEA komu á markaðinn og buðu betur.

Árið 1928 hóf FDB útgáfu tímarits um neytendamál. Það hét Brugsforenings-Bladet en nafninu var síðar breytt og heitir nú Samvirke. Í blaðinu er fjallað um neytendamál á breiðum grunni og Samvirke er, samkvæmt könnunum Gallup, eitt mest lesna og trúverðugasta tímarit landsins.

Árið 1940 var hinn þekkti arkitekt Børge Mogensen ráðinn til að veita forstöðu teiknistofu sem FDB ákvað að setja á laggirnar. Þar átti að hanna húsgögn handa dönskum fjölskyldum, húsgögnin áttu að vera einföld og á viðráðanlegu verði en jafnframt sterk og endingargóð. Framleiðsla hófst árið 1945 og húsgögnin nutu strax mikilla vinsælda. Um sama leyti og sala húsgagnanna hófst lét FDB gera 25 mínútna langa auglýsingamynd sem sýnd var í kvikmyndahúsum, hún hét „En lys og lykkelig fremtid“.

Aðalpersónurnar eru ungt par sem er að byrja búskap en er í vandræðum með að velja húsgögn í íbúðina. Þegar unga fólkið sér FDB húsgögnin er vandinn leystur og parið er sannfært um að þess bíði „björt og gæfurík framtíð“. Børge Mogensen lét af störfum yfirmanns teiknistofunnar árið 1950 en í kjölfar hans komu aðrir þekktir danskir húsgagnahönnuðir, þar á meðal Poul Volther. 

Auglýsing FDB

Teiknistofunni var lokað árið 1968 en húsgögnin voru framleidd til ársins 1980. Þá voru breyttir tímar, úrval ódýrra húsgagna hafði aukist til muna, ekki síst eftir að IKEA opnaði verslanir í Danmörku, þá fyrstu árið 1969.

Árið 2013 ákvað FDB að setja á markaðinn nokkur þeirra húsgagna sem áður voru framleidd á verkstæðum fyrirtækisins. Og það var eins og við manninn mælt, húsgögnin rokseldust og nú rekur FDB fleiri en 10 verslanir í Danmörku og húsgögnin auk þess seld í mörgum öðrum húsgagnaverslunum. Auk húsgagna „gömlu meistaranna“ framleiðir FDB nú líka húsgögn yngri hönnuða.

Þess má geta að fyrir fáum árum kom út bók um sögu FDB-húsgagnanna, hún ber sama nafn og auglýsingamyndin frá 1945, „En lys og lykkelig fremtid“.

Blikur á lofti

Eins og nefnt var í upphafi þessa pistils hefur Coop um árabil glímt við erfiðleika í rekstrinum. Í byrjun febrúar á síðasta ári var tilkynnt að 17 af 65 Irmu-verslunum yrði lokað en hinar 48 framvegis reknar undir öðrum nöfnum Coop en Irmu-verslanirnar keypti Coop árið 1982. Skýringin á þessari breytingu var sögð sú að Irma væri of lítil rekstrareining.

KjörbúðVerslanir sem nú eru kallaðar 365discount hétu áður Fakta. Þetta er ekki eina nafnabreytingin sem farið hefur verið í.

Þá lá einnig fyrir að verslanir sem reknar voru undir nafninu Fakta hyrfu af sjónarsviðinu, í staðinn kæmu verslanir sem nefndust 365discount. Ætlunin var að Coop ræki framvegis þrjár verslanakeðjur, Kvickly, SuperBrugsen og 365discount, DagligBrugsen-verslanirnar myndu hverfa. Um líkt leyti var greint frá því að Coop hefði selt húseignir víða um land fyrir um einn milljarð danskra króna og í lok mars á síðasta ári var svo greint frá því að Coop hefði selt eignir og landspildu í Albertslund, skammt frá Kaupmannahöfn, fyrir einn milljarð danskra króna.

Nafnabreytingasirkusinn

Á síðasta ári kom í ljós að fjárhagsvandræði Coop-samstæðunnar væru meiri og alvarlegri en flestum var kunnugt um. Danir höfðu varla áttað sig á „nýju“ nöfnunum á verslunum þegar tilkynnt var um enn eina breytinguna. Nú skyldu allar verslanir samstæðunnar bera nöfnin Coop. Hin gamalgrónu nöfn Kvickly og SuperBrugsen áttu að hverfa. Danirnir klóruðu sér í kollinum yfir þessum breytingum, „ný og betri rekstraráætlun“ sagði forstjórinn Kræn Østergård Nielsen. Hafi einhverjir gert sér í hugarlund að nú væri þessum sífelldu nafnabreytingum lokið reyndist það ekki alveg svo.

OK kemur til sögunnar

Hinn 12. apríl síðastliðinn bárust nýjar fréttir úr höfuðstöðvum Coop. Danskir fjölmiðlar kölluðu tilkynninguna stórfrétt. Í fyrsta lagi, og það sem mesta athygli vakti, var að orkusölufyrirtækið OK myndi koma með 2 milljarða danskra króna (40 milljarða íslenska) inn í reksturinn. Í öðru lagi yrði ekkert úr „stóru nafnabreytingunni“, eins það var kallað, nöfnin Kvickly og SuperBrugsen, ásamt gamla Brugsen-nafninu yrðu áfram á sínum stað. Og í þriðja lagi að skipt yrði um forstjóra. Mesta athygli vakti fréttin um að OK væri að ganga til liðs við Coop.

OKFélagið OK rekur m.a. bensínstöðvar. Það á nú stóran hlut í Coop-samsteypunni og mun fá að ráða miklu um framtíð verslana sem undir hana heyra.

Í tilkynningunni kom fram að OK fengi jafnframt mikil völd varðandi alla ákvarðanatöku hjá Coop, bestemmende indflydelse, eins og það var orðað. Þegar forsvarsmenn OK voru spurðir hvers vegna fyrirtækið hefði tekið ákvörðun um að koma til liðs við Coop var svar forstjórans einfalt: „OK fyrirtækið stendur vel, við höfum lengi verið í samvinnu við Coop varðandi staðsetningu bensínstöðva okkar og viljum gjarnan styrkja þessa samvinnu.“ 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu