Yfir 100 milljarða halli út 2027
Það verður halli á rekstri ríkissjóðs næstu árin. Reiknað er með að hann verði 49 milljarðar króna í ár og svo bætist við 55 milljarða króna halli á næstu þremur árum á eftir, eða út árið 2027. Ríkið mun fyrst afla meiri tekna en sem nemur útgjöldum sínum á árinu 2028 en þá er búist við að rekstur ríkissjóðs verði jákvæður um þrjá milljarða króna. Á síðasta ári fjármálaáætlunar, árinu 2029, á svo að verða myndarlegur 20 milljarða króna afgangur af rekstrinum.
Þessi staða bætist ofan á það að halli hefur verið á ríkissjóði frá árinu 2019, þegar WOW air fór á hausinn, og út síðasta ár. Samkvæmt áætluninni mun því verða samfelldur hallarekstur á ríkissjóði í níu ár í röð. Taka verður inn í þá mynd að í millitíðinni geisaði kórónuveirufaraldur og jarðhræringar urðu á Reykjanesi. Allt þetta kostaði skildinginn. Hallinn hefur hlaupið …
Skammastu þín Sigurður Ingi Jóhannsson!
Hvar eru harðorð mótmæli verkalýðsfélaganna núna?
Erum við „breiðu bökin“? VIÐ beygðu og brotnu hlekkirnir sem eigum vart til hnífs og skeiðar, VIÐ sem mörg hver búum við sárafátækt, VIÐ sem erum búin að slíta okkur út í erfiðisvinnu langt fyrir aldur fram........
Ég gladdist þegar Sólveig Anna og Ragnar Þór fóru að hafa hátt og rugga bátnum, loksins var komið fólk sem var tilbúið að berjast fyrir okkur láglaunafólkið, rífa verkalýðsbaráttunna í gang eftir margra ára stöðnun.
En hvar eruð þið núna þegar við veikustu hlekkirnir þörfnumst ykkar?
Öryrkjar auglýsi eftir harðorðum mótmælum!
https://www.visir.is/g/20242560365d/oryrkjar-auglysi-eftir-hardordum-motmaelum-