Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
Byrjaði með bréfi Davíð Oddsson, þá seðlabankastjóri, vakti einna fyrst athygli á Lindsor-málinu í bréfi sem hann sendi til ríkislögreglustjóra seint á árinu 2008, fyrir meira en 15 árum síðan.
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Héraðsdómstóll í Lúxemborg hefur ákveðið að þrír sakborningar í Lindsor-málinu svokallaða, sem snýst um meinta efnahagsglæpi sem framdir voru innan Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins 2008, verði saksóttir og hefur málum þeirra verið vísað til sakadóms til frekari meðferðar. 

Þetta staðfestir Henri Eippers, talsmaður dómsmálaráðuneytisins í Lúxemborg, í svari við fyrirspurn Heimildarinnar og segir að ákvörðun héraðsdómstólsins hafi verið tekin 29. febrúar síðastliðinn. Tveir þeirra þriggja sem til stendur að saksækja fyrir meinta efnahagsglæpi hafi hins vegar áfrýjað ákvörðun héraðsdómstólastigsins og sú áfrýjun verður tekin fyrir hjá áfrýjunardómstól áður en hægt verður að ljúka málsmeðferð fyrir sakadómi. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er annar þeirra sem hefur áfrýjað Íslendingur sem var á meðal æðstu stjórnenda Kaupþings fyrir hrun, en hinn er erlendur fyrrverandi starfsmaður Kaupþings í Lúxemborg

Heimildin óskaði eftir afriti af niðurstöðu héraðsdómsstólsins. Eipers sagði að hún væri hluti af rannsóknargögnum málsins og því mætti ekki afhenda hana. …

Kjósa
92
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Er ekki verið að nota þessa fjármuni af eiginkonum þessara "herramanna" í fasteignaviðskiptum á Spáni meðal annars.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár