Héraðsdómstóll í Lúxemborg hefur ákveðið að þrír sakborningar í Lindsor-málinu svokallaða, sem snýst um meinta efnahagsglæpi sem framdir voru innan Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins 2008, verði saksóttir og hefur málum þeirra verið vísað til sakadóms til frekari meðferðar.
Þetta staðfestir Henri Eippers, talsmaður dómsmálaráðuneytisins í Lúxemborg, í svari við fyrirspurn Heimildarinnar og segir að ákvörðun héraðsdómstólsins hafi verið tekin 29. febrúar síðastliðinn. Tveir þeirra þriggja sem til stendur að saksækja fyrir meinta efnahagsglæpi hafi hins vegar áfrýjað ákvörðun héraðsdómstólastigsins og sú áfrýjun verður tekin fyrir hjá áfrýjunardómstól áður en hægt verður að ljúka málsmeðferð fyrir sakadómi. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er annar þeirra sem hefur áfrýjað Íslendingur sem var á meðal æðstu stjórnenda Kaupþings fyrir hrun, en hinn er erlendur fyrrverandi starfsmaður Kaupþings í Lúxemborg.
Heimildin óskaði eftir afriti af niðurstöðu héraðsdómsstólsins. Eipers sagði að hún væri hluti af rannsóknargögnum málsins og því mætti ekki afhenda hana. …
Athugasemdir (1)