Heimilið er að koma aftur í tísku
Skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík Marta María Arnarsdóttir er 27 ára gömul og hefur sinnt stöðu skólastjóra Hússtjórnarskólans í tvör ár eða síðan hún var aðeins 25 ára. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Heimilið er að koma aftur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.

Fyrir mörgum einkennist nútíminn af hraða og annríki. Sífellt fleiri brenna út eða kulna. En í húsi einu á Sólvallagötu er eins og tíminn standi svolítið í stað. Húsið sjálft er hundrað ára en starfsemin sem fer þar fram örlítið yngri, eða 82 ára. Húsið sem einu sinni hét Sólvellir þekkist nú undir öðru nafni, Húsó eða Hússtjórnarskólinn í Reykjavík. „Það var eins og að fara mörg ár aftur í tímann,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir matreiðslukennari um það að koma inn í húsið fyrst þegar hún hóf þar störf fyrir átta árum.

Og það er rétt, að ganga inn í húsið er eins og að ferðast aftur í tímann, húsgögnin eru í gömlum stíl, dúkar eru bróderaðir, og kökur með kaffinu bornar fram á fallegum diskum. Það er friðsæll andi yfir öllu þótt húsið sé fullt af nemendum. „Við viljum halda í þennan gamla stíl. En svo eru líka bara ekki …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Aldrei á ævinni lært eins mikið eins og í Húsmæðraskólanum mínum
    en það var aldrei metið þegar maður sótti um vinnu, þó námið væri bæði verklegt og bóklegt,
    ársnám.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár