Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Freyja Steingrímsdóttir nýr framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands

Nýr fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands er Freyja Stein­gríms­dótt­ir. Fyrr­um for­manni fé­lags­ins var sagt upp fyrr á ár­inu vegna trún­að­ar­brests milli hans og stjórn­ar sem hefði ver­ið við­var­andi um nokk­urra mán­aða skeið.

Freyja Steingrímsdóttir nýr framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands
Freyja Steingrímsdóttir nýr framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands Mynd: Blaðamannafélag Íslands

Nýr framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands er stjórnmálafræðingurinn Freyja Steingrímsdóttir. Hún hefur reynslu af hagsmunabaráttu og starfsemi stéttarfélaga, samskiptum við fjölmiðla, stefnumótun, stjórnsýslu og ýmis konar málefnaherferðum. Hún mun hefja störf í lok maí. Freyja var áður samskiptastjóri BSRB og fyrir það vann hún á Alþingi sem aðstoðarmaður Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. 

Á vef Blaðamannafélagsins segir að „stjórn BÍ tók einróma ákvörðun um ráðninguna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður segir: Við erum stolt og ánægð að fá Freyju til liðs við okkur enda kemur hún inn með mikilvæga reynslu meðal annars af hagsmunabaráttu og starfsemi stéttarfélaga. Hún hefur stýrt stórum verkefnum fyrir BSRB og mun reynsla hennar og þekking af íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu nýtast vel. Auk þess hefur hún stýrt stórum málefna- og vitundarvakningarherferðum bæði innanlands og erlendis, nú síðast í tengslum við Kvennaverkfallið 2023 sem vakti heimsathygli. Við hlökkum til að starfa með henni að því að efla blaðamennsku og fjölmiðlun, standa vörð um hagsmuni stéttarinnar og efla faglegt starf innan félagsins.““

Sagt upp vegna trúnaðarbrests

Hjálmari Jónssyni, sem verið hafði framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins frá árinu 2023, var sagt upp í janúar fyrr á þessu ári. Sú ákvörðun var einróma samþykkt af stjórn félagsins vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hafi verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið. 

Hjálmar skrifaði grein, sem birtist á Vísi, eftir uppsögnina þar sem hann sagði að ágreiningur hans við núverandi formann Blaðamannafélagsins snerist einungis um meint brot hennar á skattalögum og skort á því að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar fjölmiðlar hafi gengið eftir skýringum. „Það er enginn trúnaðarbrestur okkar í milli heldur er það skylda mín sem framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands að standa vörð um orðstír félagsins.“

Hjálmar sagði að endanlega hafi soðið upp úr milli hans og formannsins vikuna áður þegar hún vildi fá skoðunaraðgang að reikningum félagsins. „Ég hafnaði því alfarið, enda fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Stjórn og formaður geta kallað eftir öllum upplýsingum úr bókhaldi félagsins, en viðkvæmar persónuupplýsingar um hverjir fá endurgreiddan sálfræðikostnað eða eru að glíma við krabbamein, svo dæmi séu tekin, koma þeim að sjálfsögðu ekki við. Stjórn styrktarsjóðs BÍ kjörin á aðalfundi afgreiðir þau mál og er bundin ströngum trúnaði. Að veita öðrum aðild að slíkum persónugreinanlegum upplýsingum væri lögbrot og trúnaður um þessar upplýsingar þarf að vera hafinn yfir allan vafa.“

Trúnaðarbrestur viðvarandi um nokkurra mánaða skeið

Í yfirlýsingu sem stjórn Blaðamannafélags Íslands sendi frá sér eftir að grein Hjálmars birtist kom fram að hún væri tilkomin vegna trúnaðarbrests milli hans og stjórnar sem hefði verið viðvarandi um nokkurra mánaða skeið.

Stjórnin var einróma um það í framhaldinu að óhjákvæmilegt væri að binda enda á ráðningarsamband Hjálmars og félagsins. „Stjórn áréttar að fullkomlega eðlilegt er að formaður, og eftir atvikum fleiri stjórnarmenn, hafi skoðunaraðgang að reikningum félagsins. Í því felst nauðsynlegt aðhald enda segir í lögum félagsins að stjórn hafi yfirumsjón með starfsemi félagsins og beri á henni fulla ábyrgð. Almennt fer stjórn enda með æðsta vald í málefnum félagsins á milli félagsfunda. Framkvæmdastjóri starfar svo í umboði stjórnar og samkvæmt þeim fyrirmælum og stefnu sem stjórn ákveður. Svo stjórn geti sinnt hlutverki sínu og fylgst með því að rekstur sé í réttu horfi þarf hún að hafa aðgang að bókhaldi og bankayfirlitum. Stjórnarmenn eru að sjálfsögðu bundnir sama trúnaði og framkvæmdastjóri um persónugreinanlegar upplýsingar sem kann að vera að finna í bókhaldi eða bankagögnum félagsins.“

Óháður bókari rýnir í reikninga félagsins

Stjórn Blaðamannafélags Íslands lét óháðan bókara rýna tiltekin atriði í fjárreiðum félagsins síðustu tíu ár. Niðurstaða hans liggur nú fyrir og hefur verið send til endurskoðunarskrifstofunnar KPMG sem mun skila stjórn félagsins skýrslu um þær eins fljótt og auðið er. Stjórnin ætlar svo að kynna niðurstöður þeirrar skýrslu fyrir félagsmönnum eigi síðar en á aðalfundi Blaðamannafélags Íslands, en hann verður haldinn 16. apríl næstkomandi. Þetta kom fram í bréfi sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, sendi félagsmönnum í mars. 

Þar segir enn fremur að gagnger endurskoðun hafi farið fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins. „Stjórn BÍ hefur samþykkt að leggja fyrir aðalfund tillögur að breytingum að lögum félagsins sem kynntar verða félagsmönnum sérstaklega í aðdraganda aðalfundar. Þá hafa stjórnir sjóða félagsins einnig endurskoðað reglugerðir og úthlutunarreglur til að auka skýrleika og gagnsæi í því hvernig fjármunum sjóðanna er úthlutað. Þessar tillögur verða sömuleiðis lagðar fyrir aðalfund og kynntar félagsmönnum í aðdraganda hans.“

Þessar breytingar koma í kjölfar þess að stjórn Styrktarsjóðs Blaðamannafélagsins bókaði á á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að hún veki athygli á því og árétti „að í samræmi við reglugerð sjóðsins eiga þeir einir rétt á greiðslu úr sjóðnum sem greitt hafa í sjóðinn í að minnsta kosti síðastliðna 6 mánuði. Réttur til greiðslu úr sjóðnum fyrnist á 6 mánuðum eftir að greiðslum í sjóðinn er hætt.“


Blaðamenn Heimildarinnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands
Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
1
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
3
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
6
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár