Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Í lausu lofti

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér á leik­verk­ið X í Borg­ar­leik­hús­inu.

Í lausu lofti
Sólveig Arnarsdóttir fangar vaxandi örvæntingu. Mynd: b'Hordur Sveinsson'
Leikhús

Í lausu lofti

Niðurstaða:

X

eftir Alistair McDowall

Borgaleikhúsið

Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir

Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Björn Stefánsson, Sólveig Arnarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Kría Valgerður Vignisdóttir

Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir

Lýsing: Fjölnir Gíslason

Tónlist og hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Þýðing: Jón Atli Jónasson

Gefðu umsögn

Nú fer að líða undir lok leikársins og frumsýndi Borgarleikhúsið síðasta leikritið á þessu misseri, fyrir utan komandi gestasýningu frá Akureyri. Leiksýningar síðastliðna mánuði hafa komið víða við, boðið áhorfendum inn á íslenskt vísitöluheimili, inn í Iðnó, í ferðalag út í heim og nú er það himingeimurinn sem bíður.

Áhöfn á geimstöð við Plútó hefur tapað sambandi við jörðina og geimskipið sem átti að ná í hópinn hefur ekki skilað sér. Þau eru strand í geimnum, algjörlega hjálparlaus. Eitthvað skelfilegt virðist hafa átt sér stað á jörðinni. Áratugir eru síðan síðasta tréð féll, allt dýralíf er horfið og mannkynið á flótta undan náttúruöflunum. En flóttinn leysir þau ekki undan hryllingnum því eitthvað skelfilegt er í þann mund að eiga sér stað á geimstöðinni.

Þýðing Jóns Atla einstaklega fín

Alistair McDowall er hluti kynslóðar ungra breskra karlmanna, Jack Thorne og Duncan Macmillan þar á meðal, sem skrifa ágætis texta og margir þeirra ratað á íslenskt leiksvið á nýliðnum leikárum. Gallinn er sá að oftar en ekki virðast höfundarverk þeirra eiga betur heima á skjá eða hvíta tjaldinu fremur en leiksviði. Handverkið er ágætt, samtölin stundum smellin og síðasta senan lögð upp til að setja framvinduna í nýtt samhengi en þessi verk skortir slagkraft leikhússins, nándina og ögrunina. Þýðing Jóns Atla Jónassonar er einstaklega fín, skörp og situr vel í munni leikaranna. Nýtt leikrit úr hans ranni má endilega rata á leiksvið fljótlega.  

Hugarfóstur eða er eitthvað þarna úti?

McDowall er yngstur af þessum hóp en X vekur minningar af eldri og betri verkum sem fjalla um hættur tækninnar, eyðileggingu náttúrunnar, tímaleysi og óttann við okkur sjálf, frekar en að slá nýjan tón. Þar má helst nefna kvikmyndina Event Horizon frá 1997 en líka leikrit Caryl Churchill. Einnig má finna stef úr Solaris, Sunshine og Alien svo nokkur dæmi séu nefnd. Eftir að hafa eytt dágóðum tíma í að kynna áhöfnina til sögunnar, áhyggjuefni þeirra og fortíð, umbreytist andrúmsloftið þegar kemur í ljós að skipsklukkan sýnir ekki réttan tíma. Tíminn verður afstæður, einangrun áhafnarinnar áþreifanlegri, raunveruleikinn byrjar að molna undan þeim og hryllingurinn tekur við. En er ógnin hugarfóstur áhafnarinnar eða er eitthvað þarna úti? Óræðni litar X en í stað þess að vekja áleitnar spurningar er verkið þokukennt og óljóst.  

„Óræðni litar X en í stað þess að vekja áleitnar spurningar er verkið þokukennt og óljóst“

Vaxandi örvænting og sprengikraftur

Leikhópurinn leysir verkefnið ágætlega undir leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Mest mæðir á Sólveigu Arnarsdóttur í hlutverki Gildu sem virðist hafa harm að geyma. Sólveig fangar laglega vaxandi örvæntingu Gildu en líka hverdagslegu hliðarnar, tilfinningalegum hápunkti nær hún þegar mannleg tengsl raungerast undir lok verksins. Björn Stefánsson kemur með bráðnauðsynlegan sprengikraft og orku inn í X í hlutverki ólíkindatólsins Clark. Hann kjamsar á hlutverkinu en gætir þess að detta ekki í klisjur. Andstæða Clarks er kafteinninn Ray, leikinn af Bergi Þór Ingólfssyni, sem hverfur æ meira inn í sjálfan sig eftir því sem dvölin lengist. Hlutverkinu skilar Bergur Þór af næmni en við kynnumst Ray lítið. Sveinn Ólafur Gunnarsson hefur enn þá minna að gera sem Cole, karakter sem höfundur virðist hafa potað inn eftir bakþanka. Svo er það óskrifaða blað áhafnarinnar, Mattie, leikin af Þórunni Örnu Kristjánsdóttur með kímni og hið ósagða að leiðarljósi. Einhver hætta fylgir henni sem Þórunn Arna kemur vel til skila en í heildina er Mattie óskilmerkur karakter. Kría Valgerður Vignisdóttir stígur sín fyrstu skref á leiksviði í dulmögnuðu og eftirminnilegu hlutverki sem betra er að tala sem minnst um til að spilla ekki fyrir.

Þarf að eiga við leikrit sem er ekki upp á marga fiska

Listræn nálgun er fremur köflótt. Eins og áður kom fram stýrir Una leikhópnum af festu en þarf að eiga við leikrit sem er ekki upp á marga fiska. Heildarmynd sýningarinnar takmarkast af þeirri ákvörðun að negla framvinduna niður á einn stað, nánast eins og geimsápuóperu. Sigríður Sunna Reynisdóttir er hæfileikaríkur hönnuður en nær takmörkuðu flugi hér. Fyrir utan gluggann inn í svartnættið, sem er eintaklega sterk táknmynd, þá svipar leikmyndinni og búningunum til eldri Star Trek-sjónvarpsþátta, ekki á góðan hátt. Lýsing Fjölnis Gíslasonar er aftur á móti með afbrigðum góð, lifandi og litrík en með drungalegu yfirbragði á vel völdum stöðum. Þorbjörn Steingrímsson semur tónlistina og hljóðmyndina af kostgæfni, þá eru það helst gruggugu umhverfishljóðin sem láta kalt vatn renna milli skinns og hörunds frekar en þegar öllu er skellt í botn. Ónotin eru áhrifamest þegar eitthvað er gefið í skyn, ekki þegar þau eru kreist fram með látum.

Þegar öllu er á botninn hvolft er X um allt og ekki neitt. McDowall reiðir sig á höfundarbrögð sem eima stundum af brellum frekar en raunverulegri persónusköpun. Hugmyndavinnan er áhugaverð á köflum en hvorki höfundur né listræna teymið kemur með eitthvað nýtt að borðinu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
3
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
6
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
10
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár