Jón Gnarr vill verða forseti Íslands. Það er raunar hugmynd sem hann hefur borið með sér lengi, frá unglingsárunum, en höfðað mismikið til hans yfir ævina. Eftir að Jón var borgarstjóri á árunum 2010 til 2014 var mikið skorað á hann að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði verið vinsæll borgarstjóri og tekist mun betur upp, við afar krefjandi aðstæður, en margir höfðu átt von á. Samt ákvað Jón að hætta. Gefa frá sér valdið sem hann hefði getað haldið. Honum fannst skorta gleði og góð samskipti í tilveruna. „Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður. Ég er grínisti,“ sagði Jón í útvarpsþætti sínum og Sigurjóns Kjartanssonar, Tvíhöfða, þegar hann tilkynnti um að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram.
Þessi ákvörðun, að vera tilbúinn að stíga frá þegar hann þurfti þess ekki, jók á eftirspurnina eftir Jóni. Fyrir lá á þessum tíma að Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði sér að …
Ekki spurning.