„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
Alvarlegri en samt skemmtilegur Jón Gnarr þakkar sprellinu fyrir samfylgdina. Það verður ekki með í för í komandi forsetaframboði. Hann mun samt sem áður vera fyndinn og skemmtilegur, enda vöntun á skemmtilegheitum og húmor í lýðræðinu að hans mati. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.

Jón Gnarr vill verða forseti Íslands. Það er raunar hugmynd sem hann hefur borið með sér lengi, frá unglingsárunum, en höfðað mismikið til hans yfir ævina. Eftir að Jón var borgarstjóri á árunum 2010 til 2014 var mikið skorað á hann að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði verið vinsæll borgarstjóri og tekist mun betur upp, við afar krefjandi aðstæður, en margir höfðu átt von á. Samt ákvað Jón að hætta. Gefa frá sér valdið sem hann hefði getað haldið. Honum fannst skorta gleði og góð samskipti í tilveruna. „Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður. Ég er grínisti,“ sagði Jón í útvarpsþætti sínum og Sigurjóns Kjartanssonar, Tvíhöfða, þegar  hann tilkynnti um að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram. 

Þessi ákvörðun, að vera tilbúinn að stíga frá þegar hann þurfti þess ekki, jók á eftirspurnina eftir Jóni. Fyrir lá á þessum tíma að Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði sér að …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PK
    Páll Kristinsson skrifaði
    Ég kann því ekki vel að frambjóðendur beini sjónum sínum að öðrum frambjóðendum.
    0
  • GOR
    Gunnar Oddur Rósarsson skrifaði
    Afar hugsanahvetjandi viðtal. Það að ég nennti að lesa svona langt viðtal til enda á fössarakvöldi, segir mikið um kvussu impóneraður ég varð. Katrín er ágæt. En þennan SKEMMTILEGA og um leið skynsamlega vinkil, ræður hún sennilega ekki við.
    6
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Nú á að yfirfæra Borgarstjórabrandarann yfir á Forsetaembættið. Frekar þreytt pæling :-(
    -6
  • Ó nei. Það eru krakkarnir sem kjósa hann
    2
    • Bára Halldórsdóttir skrifaði
      Ég er nú 48 ára og hann vekur alveg áhuga hjá mér. Hann er meðal þriggja sem gera það.
      2
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Kýs Jón Gnarr.
    Ekki spurning.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár