Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Ullarverslun í verksmiðju í fjárhúsi sem er ekki lengur í notkun

Hjón í Dala­byggð hafa pant­að vél­ar frá Kan­ada til að vinna ull. Þau ætla sér að fram­leiða og selja ull beint frá býli und­ir nafn­inu Urð­ur ull­ar­vinnsla.

Ullarverslun í verksmiðju í fjárhúsi sem er ekki lengur í notkun
Vinnur ull Ingibjörg Þóranna Steinudóttir vinnur fyrir lækningatækjafyrirtæki en hefur unnið að þróun ullarframleiðslunnar meðfram daglegum störfum síðan haustið 2022. Mynd: ÚR VÖR

Ingibjörg Þóranna Steinudóttir flutti ásamt manni sínum í Dalabyggð fyrir þremur árum síðan. Þau tóku vinnu sína með sér úr bænum, Ingibjörg vinnur fyrir lækningatækjafyrirtæki og getur sinnt vinnunni í tölvunni og maður hennar er smiður, en hann er einmitt frá bænum Rauðbarðaholti sem þau fluttu á. Það var svo um haustið árið 2022 að Ingibjörg fékk hugmynd um að vinna ull betur en nú er gert. „Ég var í réttum og var að draga lömb og fann hvað ullin á lömbunum var einstaklega mjúk og langaði að vita hvort við gætum ekki unnið ullina eitthvað betur en við erum að gera. Ég var að prjóna lopapeysu úr léttlopa á þessum tíma og mér fannst ullin eitthvað svo hörð og gróf þannig að ég fékk ull frá tengdamömmu og fór að vinna hana sjálf í höndunum og komst að því að það er hægt að gera ullina mun mýkri en …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EVS
    Edda Valborg Sigurdardottir skrifaði
    Áhugavert framtak og vissulega björt framtíð Urðar!
    Verður gaman að fylgjast með.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár