Klukkan er á slaginu sex að kvöldi. Inni á afgirtri lóð húss, í einu af betri hverfum höfuðborgarinnar Lilongwe, standa tveir öryggisverðir samtímis upp og ganga frá varðskýli sínu við stórt og mikið hlið sem skilur að garðinn og götuna fyrir utan. Eins og tveir vel þjálfaðir hermenn ganga þeir taktfast og ákveðið inn á grasflötina í garði hússins og að fánastönginni sem þar er.
Þeir skipta verkum; annar dregur fánann niður, hinn tekur við honum og leggur varlega yfir öxlina á sér. Þetta eru ungir og myndarlegir menn. Reffilegir. En sá sem tekur við fánanum virkar þreyttur, jafnvel sorgmæddur til augnanna. Félagi hans hnýtir fánann frá og gerir upp línuna.
Svo ganga þeir samtaka til baka að varðskýlinu, leggja fánann á borð og brjóta saman í lítinn þríhyrning.
Annar vörðurinn réttir hinum, þar sem hann stendur með hendur út og lófana upp. Í þeirri stöðu gengur hann sem leið …
Athugasemdir (3)