Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Að éta fíl - Í Malaví verður lítið mikið

Mala­ví er ein þjóða sem skora lægst á lista Sam­ein­uðu Þjóð­anna yf­ir vel­meg­un þjóða. Stór hluti af fram­lög­um Ís­lands til þró­un­ar­sam­vinnu rat­ar þang­að, ríf­lega 1.600 millj­ón­ir króna í ár. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar hélt ut­an til að kynna sér að­stæð­ur og ör­lög heima­manna.

Að éta fíl - Í Malaví verður lítið mikið

Klukkan er á slaginu sex að kvöldi. Inni á afgirtri lóð húss, í einu af betri hverfum höfuðborgarinnar Lilongwe, standa tveir öryggisverðir samtímis upp og ganga frá varðskýli sínu við stórt og mikið hlið sem skilur að garðinn og götuna fyrir utan. Eins og tveir vel þjálfaðir hermenn ganga þeir taktfast og ákveðið inn á grasflötina í garði hússins og að fánastönginni sem þar er. 

Þeir skipta verkum; annar dregur fánann niður, hinn tekur við honum og leggur varlega yfir öxlina á sér. Þetta eru ungir og myndarlegir menn. Reffilegir. En sá sem tekur við fánanum virkar þreyttur, jafnvel sorgmæddur til augnanna. Félagi hans hnýtir fánann frá og gerir upp línuna.

Svo ganga þeir samtaka til baka að varðskýlinu, leggja fánann á borð og brjóta saman í lítinn þríhyrning.

Annar  vörðurinn réttir hinum, þar sem hann stendur með hendur út og lófana upp. Í þeirri stöðu gengur hann sem leið …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Einarsson skrifaði
    Þetta er fróðleg og vel skrifuð grein. Það hefði samt mátt minnast á útflutning frá Malaví, en þar er tóbak verðmætasti hlutinn af löglegum varningi. Tóbakið er þekkt fyrir mikil gæði. Malaví flytur út uþb 164,000 tonn árlega og tóbakið er 55% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Ólöglegi hlutinn er hins vegar verðmætari en það er kannabis sem er þekkt sem "Malawi Gold" og þykir það allra besta í veröldinni. Mikill túrismi er tengdur kannabis, en það er ólöglegt að rækta, selja og neyta þess nema í lækningaskyni. Það hefði verið fræðandi ef höfundur hefði kynnt sér þessa sérkennilegu ökónómíu í Malaví.
    0
  • KHS
    Kristín Hildur Sætran skrifaði
    Virkilega athyglisvert, hreint frábært að kynnast hvað er gert rétt, því þarf að halda hátt á lofti að hægt sé áfram að snúa þróuninni við og í betri heim á fjarlægum stöðum, það mun skapa betri heim FYRIR OKKUR ÖLL !!!
    3
  • Inga Björk Sveinsdóttir skrifaði
    Fróðleg, vel skrifuð grein. Íslendingar eru greinilega að gera eitthvað rétt.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár