Voru orðin lífsreynd og tilbúin fyrir betra líf saman
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Voru orðin lífsreynd og tilbúin fyrir betra líf saman

Bárð­ur Sig­ur­geirs­son húð­lækn­ir er 68 ára gam­all en gleym­ir sér við leik og gleði, ásamt eig­in­kon­unni Lindu Björgu Árna­dótt­ur. Fimmtán ára ald­urs­mun­ur er á þeim hjón­um, sem kynnt­ust á Tind­er fyr­ir sjö ár­um síð­an.

Bárður Sigurgeirsson húðlæknir var þriggja barna faðir og hafði gengið í gegnum mikla erfiðleika þegar hann kynntist Lindu Björgu Árnadóttur á Tinder fyrir sjö árum síðan. Dóttir hans lést síðan fyrir þremur árum. Linda er þriggja barna móðir. Fimmtán ára aldursmunur er á hjónunum en þau segja að það hafi aldrei truflað eða haft áhrif.

„Við hittumst fljótlega eftir að við fórum að tala saman á Tinder,“ segir Bárður. „Ég vildi endilega hitta hana og ég var mjög glaður þegar ég hitti hana í fyrsta skipti. Ég held að hún hafi ekki orðið eins glöð og ég. Það tók mig smátíma að vinna hjarta hennar ef maður getur þannig að orði komist.“

Hann viðurkennir að hafa fallið strax fyrir henni.

„Mér fannst hún vera falleg, skemmtileg og klár. Við áttum afskaplega góð samtöl. Þetta tók mig tíma en hún gaf mér séns. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Það var …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár