Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Fékk vinnu hjá Forlaginu eftir að hafa deilt Tiktok myndbandi um bækur

„Bæk­ur eru eig­in­lega komn­ar í stað­inn fyr­ir Net­flix hjá mér,” seg­ir Embla Rún Hall­dórs­dótt­ir. Hún ger­ir Tikt­ok mynd­bönd um bæk­ur sem hún hef­ur les­ið und­ir myllu­merk­inu #bókaTok. Eft­ir að hafa gert Powerpo­int kynn­ingu um þær bæk­ur sem hún hafði les­ið bauð bóka­út­gáf­an For­lagið henni vinnu.

Fékk vinnu hjá Forlaginu eftir að hafa deilt Tiktok myndbandi um bækur
Embla Rún heldur að bóka Tiktok sé komið til að vera. „Ég held að þetta sé ekki eitthvað stutt trend. Ég held við munum sjá þetta vaxa meira og meira.” Mynd: Aðsend

Fjöldi fólks fylgist með #BókaTok sem er ákveðinn flokkur myndbanda á samfélagsmiðlinum Tiktok. Þar deilir fólk hvaða bækur það er að lesa. Jafnvel endurleikur atriði úr bókunum. 

Íslenska bóka Tiktok fór á flug í lok síðasta árs. Ein af þeim sem hóf bóka umræðuna á íslenska bóka Tiktokinu er stjórnmála- og fjölmiðlafræðineminn Embla Rún Halldórsdóttir. Hún byrjaði að deila myndböndum á Tiktok fyrir einu og hálfu ári síðan. „Þar byrjaði ég að deila vídeóum bara um mitt daglega líf og geðheilsu. Mjög mikið að fókusa á að sýna hvernig það er að vera ung manneskja með kvíða og þunglyndi. Brjóta niður svona ákveðnar stereótýpur.”

„Ég póstaði um bækurnar sem ég hafði lesið, svona Powerpoint kynningu að gera grín að hversu einhæfar bækurnar voru sem ég var að lesa. Það fer á flug og akkúrat í sömu viku byrja fleiri að pósta bóka-tokum. Þá byrjar svona að spyrjast út að Íslenskt bóka-tok er að myndast. Ég var strax mjög spennt fyrir því. Ég les mjög mikið og er mjög mikið á þessu Bandaríska bóka-toki og ég byrja þá bara að gera fullt af þessum bóka-tok myndböndum.”

Fékk vinnu eftir að hafa deilt Tiktok myndbandi

Í byrjun janúar hafði bókaútgáfufyrirtækið Forlagið samband við Emblu. „Þau voru búin að taka eftir að bóka-tok væri að koma til Íslands og greinilega er þarna stór markhópur sem bara Forlagið hefur ekki verið að ná til. Þau vildu ráða einhvern til sín til þess að fjalla um bækurnar þeirra og svona íslenskar bækur.”

Embla segir hingað til hafa verið litla umræðu um íslenskar bækur á bóka Tiktok. „Ég held að það sé alveg vilji fyrir því, á íslenska bóka-tokinu, að fjalla meira um íslenskar bækur. En það er bara svo lítið búið að vera í umræðunni hjá bóka-toki og hjá þessum hópi fólks sem fylgist með bókum í gegnum samfélagsmiðla.” 

Bækur komnar í staðinn fyrir Netflix

Spurð hvers vegna hún telji að bækurnar sem mælt sé með á Íslenska bóka Tiktokinu séu frekar erlendar bækur en íslenskar segir Embla að það spili inn í hversu háfleyg bókmenntaumræðan getur verið á íslandi og það höfði ekki til allra. „Tiktok lítur á bækur sem afþreyingar efni frekar en eitthvað svona, eitthvað sem er svona menningarlegt.”

„Bækur eru eiginlega komnar í staðinn fyrir Netflix hjá mér. Það er þannig sem að ég horfi á bækur og ég held að fleiri Tiktok ýti meira undir það.” Embla segir að hún líti á bækur sem afþreyingar efni frekar en eingöngu sem eitthvað fágað og menningarlegt. „Þær geta líka bara verið geðveikt flippaðar og þarft ekkert alltaf að vera að lesa eitthvað háfleygt og merkilegt.”

Íslenska bóka Tiktok fer vaxandi og telur Embla að núna séu um 20 Tiktok rásir sem deili myndböndum undir myllumerkinu bóka Tiktok. Telur hún þar með bókasöfn og útgáfufélög sem deila myndböndum á Tiktok. „Ég held að þetta sé ekki eitthvað stutt trend. Ég held við munum sjá þetta vaxa meira og meira.”

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár