Orkuveitan ætlar kannski að greiða eigendum sínum sex milljarða í arð
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Orkuveitan ætlar kannski að greiða eigendum sínum sex milljarða í arð

Ef Orku­veit­unni tekst að finna kaup­end­ur að nýju hluta­fé í Ljós­leið­ar­an­um og Car­bfix þá ætl­ar hún að greiða eig­end­um sín­um sex millj­arða króna í arð. Stærst­ur hluti fer til stærsta eig­and­ans, Reykja­vík­ur­borg­ar. Ef það tekst ekki mun arð­greiðsl­an lækka um tvo millj­arða króna og Orku­veit­an auka hluta­fé sitt í Ljós­leið­ar­an­um.

Samstæða Orkuveitu Reykjavíkur skilaði hagnaði upp á 29,2 milljarða króna á síðasta ári. Innan hennar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka Náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Rekstrartekjur jukust milli ára en rekstrarhagnaður stóð nánast í stað. 

Í ársreikningi Orkuveitunnar, sem birtur var í dag, kemur fram að stjórn hennar leggi til að sex milljarðar króna verði greiddir út í arð til eigenda hennar vegna frammistöðu síðasta árs, en þó þannig að tveir milljarðar króna verði skilyrtir því að áform um sölu á hlutafé í dótturfélögunum Ljósleiðaranum og Carbfix gangi eftir. Þar segir enn fremur að sjóðstaða Orkuveitunnar sé sterk, og hafi í árslok verið 19 milljarðar króna. Auk þess hafi samstæðan aðgang að lánalínum upp á 14,7 milljarða króna. Því var lausafé Orkuveitunnar 33,7 milljarðar króna um síðastliðinn áramót og jókst um 6,9 milljarða króna milli ára. „Að mati stjórnenda fyrirtækisins er það rekstrarhæft og gæti mætt óvæntum áföllum í nánustu …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár