RÚV Tiktok fréttamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir er fyrsti og eini íslenski fréttamaðurinn sem vinnur í fullu starfi við að búa til fréttaefni fyrir samfélagsmiðla. Unglingarnir þekkja hana út frá samfélagsmiðlum. „Ef ég sé unglings hóp þá veit ég að það er einhver að fara að segja eitthvað.“
„Staðan var í raun búin til þegar ég byrjaði,“ sagði Ingunn við blaðamann Heimildarinnar. Í atvinnuviðtalinu hjá RÚV hélt Ingunn „rant monolog um hvað mér finnst að fjölmiðlar á Íslandi eru ekki að sinna unga lesenda hópnum nógu vel. Af hverju eru allir svona hræddir við samfélagsmiðla? Af hverju erum við ekki að stúdera þessa miðla?“
Ingunn Lára er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins. Hún er tilnefnd fyrir nýstárlega og eftirtektarverða framsetningu frétta á helstu samfélagsmiðlum.
Á skrifborði Ingunnar eru tveir símar. Annars vegar hennar persónulegi sími og hins vegar RÚV Tiktok síminn. …
Athugasemdir